25.8.2008 | 17:37
Silfurvíman og hringurinn í kringum landið
Góðan og blessaðan daginn.Það var yndislegt að vakna í morgun og vera hluti af þjóð sem vann silfur á Ólympíuleikunum í Kína. Rétt í þessu tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson forseti að hann ætlaði að veita handboltastrákunum okkar fálkaorðuna og krýna nokkra þeirra riddarakrossinum. Ekki spurning. Gott framtak hjá forsetanum okkar og Dorrit stórastu.
Nú það var líka gott að komast loksins í sitt eigið rúm eftir rúmlega vikuferðalag um landið þar sem veiðihugurinn fékk að njóta sín.Fyrst lá leiðin austur á æskuslóðirnar, Jökuldalinn.

Fengum eina stöng í hálfan dag í Jöklu út við Hrafnabjörg við svokallaðan Arnarmel þs þeir hafa verið að moka honum upp í sumar. Heppnin var ekki með okkur því yfirfallið fór í ána um morguninn og saklausa Jökla breyttist aftur í stórfljót. Reyndar var ekki alveg dautt á miðunum því minn heittelskaði missti einn lax strax í byrjun og fékk stuttu seinna tvær vænar sjóbleikjur. Ég fór hinsvegar heim með öngulinn í rassinum í þetta skiptið. Reyndum líka aðeins á efra Jöklusvæðinu áður en flóðið hófst en fengum ekkert þar. Karl faðir minn og félagar hans veiddu hinsvegar fallegar vatnableikjur upp við svokallaðan Svelg en líklega voru þar heiðarbleikjur á ferð.

Skoðuðum líka svokallaðan steinboga sem er í Jöklu nokkuð fyrir utan bæinn Gil en grunur leikur á að fiskurinn komist ekki upp fyrir hann.Þetta er stórmerkillegt náttúruundur en þarna hverfur Jökla gamla bara niður í jörðina og sést ekkert til hennar fyrr en um 50 til 100 metrum neðar. Svo sá maður bara laxana í hyljunum fyrir neðan. Ef þetta er raunin er það mjög dapurt því margir gullfallegir veiðistaðir eru á efri svæðum Jöklu.
Það var yndislegt að vera í sveitinni en á þriðjudaginn nítjánda urðum við að pakka saman föggum okkar og halda áfram á vit veiðíævintýranna og núna var stefnan tekin suður á land nánar tiltekið í Hólsá sem er neðsti hluti Rangánna.

Keyrðum Austfirðina og höfðum viðkomu á Stöðvarfirði þs Steinasafn Petru var skoðað, glæsilegt safn sem er vert að skoða. Þá héldum við sem leið liggur suður í Skaftafell en þar reistum við fellihýsið innan um smátjöld túristanna og sváfum vært til klukkan sex en vorum þá vakin af þrumum og eldingum. Sem betur fer stóð það ekki lengi en sólin var farin að skína nokkru síðar. Trítluðum innað Skaftafellsjökli með dömurnar okkar og dáðumst að fallegri náttúru.

En síðan var okkur ekki til setunnar boðið lengur því Rangárnar voru ennþá í mikilli fjarlægð. Fellihýsið var því fellt og för haldið áfram með stoppi við ma Jökulsárlón,Skógarfoss og Vík í Mýrdal þs gengið var niður í Reynisfjöru.

Nei það vorum ekki við sem ætluðum að reyna að bjarga hvalnum....... Sjoppan í Vík hafði ekkert breyst í þessi 10 ár sem voru liðin frá síðasta stoppi, sömu básarnir og sama áklæði á bekkjunum, sætt.

Kvöddum Vík eftir stutt stopp og tókum stefnuna á Hellu. Þegar þangað var komið var ákveðið að reysa hýsið niðri í Þykkvabænum því þar var styst á miðin. Við höfðum tjaldstæðið alveg útaf fyrir okkur og þurftum ekki að taka tillit til túrista sem sofna fyrir klukkan tíu á kvöldin. Sofnuðum sætt og rótt og óraði ekki fyrir mokfiskiríinu sem beið okkar daginn eftir........ en meira um það síðar......
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.