Laugardagur til lukku.....

Góðan og blessunarríkan laugardag.

Ég ætlaði eiginlega að vera komin austur á Jökuldal ekki seinna en í gær en óvænt fótboltamót hjá heimasætunni á KA vellinum dúkkaði upp svo við klárum það að sjálfsögðu fyrst. Þetta er úrslit í Hnátumótinu svokallaða og á því keppa KA, KS, Höttur og Fjarðabyggð. Áfram KA Wink.

Síðan verður semsagt lagt í hann austur á Jökuldal þeas ef ekkert fleira kemur uppá. Þar er stefnan sett á stangveiði. Ég ætla að reyna verða fyrst til að veiða lax í efra svæði Jöklu, vonandi er lónið ekki orðið fullt.....Þá förum við á neðra svæði Jöklu/Laxár á mánudaginn á svokölluðum bændadögum og þar á að moka honum upp við svokallaðan Arnarmel. Nú ef mokið lætur á sér standa þarf enginn að örvænta því ferðinni er síðan heitið suður á land nánar tiltekið í Hólsá sem er ósinn á Rangánum og síðan í Iður. Fjöldi fiska í Rangánum í ár er löngu búinn að slá öll met svo ég reikna með að heppnin verði með okkur þar. Í Iðu er alltaf von á einum stórum...... Meiningin er að tjalda í Skaftafelli á leið suður .

Nenni varla að tala nokkuð um borgarmálin í Reykjavík, listi borgarstjóra á biðlaunum lengist allavega og skrípaleikurinn heldur áfram með fröken framapot og frekju í farabroddi. Ég er ósköp fegin að búa fjarri þessum farsa. Þetta voru mörg effffff.......

Svo er það handboltinn á ÓL en við leikum við vini okkar Dani í dag. Ómögulegt er að spá nokkuð um úrslit þar sem um tvö sterk lið er að ræða en við verðum að vona það besta. Það sakar ekki að leggjast á bæn eða að reyna að beita hugarorkunni til að hjálpa strákunum okkar til sigurs.....Cool

Eigið góðan laugardag Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

246 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband