Áfram Ísland

Góðan daginn.

Verð að tjá mig aðeins um handboltaleikinn í gær sem var náttúrulega bara frábær. Ætlaði eiginlega ekki að horfa, er einhvernveginn ekki dottin í handboltagírinn ennþá og var bara að skúra í rólegheitunum og hlustaði  á beinu lýsinguna á Rás 2. Ákvað þó að hlassa mér í sófann og horfa þegar ég heyrði að okkar menn væru að snúa leiknum sér í hag og varð ekki fyrir vonbrigðum, því okkar menn áttu stórleik á móti ríkjandi heimsmeisturum. Svo er bara að sjá hvernig víkingunum okkar gengur í nótt á móti Kóreu.

 

IMG 0348

 

 Mínir menn í 2.flokki KA A-deild unnu langþráðan sigur í kvöld á FH. Skemmtilegur og spennandi leikur. Unglingurinn minn fékk að spreyta sig á vinstri kantinum um tíma og stóð sig bara vel.

 

 

                                              

IMG 0350
 Lokatölur urðu 2:1 okkur í vil. Flott strákar. Svo er stórleikur hjá þeim nk mánudag en þá spila þeir á móti erkifjendunum Þór á sjálfum Akureyrarvelli. Ljótt að missa að því. Klónun hefði í þessu tilviki komið sér vel.......
 
 
 
 
 
 
 

IMG 1127

  

Á morgun verður litla skruddan 2ja ára. Vá hvað tíminn líður hratt. Hún byrjar líka á leikskóla 15.september. Þetta verður víst komið á fermingaraldurinn áður en maður veit af.......

Hérna sést mín á milljón á trampólíninu góða í Borgarfirðinum. 

 
 
 
Heimasætan hefur lokið sínum fótboltamótum þetta sumarið en æfir ótrauð áfram. Henni finnst líka rosagaman að hoppa á trampólíninu. Þessi elska spyr mig reglulega hvort hún hafi ekki verið stilltust af þeim systkinum og auðvitað svarar mamma..........................................Tounge
IMG 1129
 
                                                                 

IMG 1031

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

115 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband