Clapton klikkar ekki.....

Heilt og sælt veri fólkið.

Við vorum að detta innúr dyrunum eftir góða dvöl á suðvesturhorninu. Byrjuðum á því að fara á tónleika Erics Claptons í Egilshöllinni eins og reyndar hálfur Akureyrarbær og vorum ánægðWink. Ég hefði reyndar viljað heyra meira af þessu gamla, góða og aðeins minni blús en ég er sátt. Clapton heldur sér ótrúlega vel og ógeðslega var gítarleikarinn  í bandinu hans flottur, góður á gítarinn og fjallmyndarlegur.....Clapton leyfði honum líka að njóta sín.Trommarinn var eins og hann væri á einhverju örvandi og það sama á reyndar við gamla brýnið á hljómborðinu, nei þeir voru frábærir. Skipulagið í höllinni var ótrúlega gott þó svo hitinn hafi verið þrúgandi á tímabili. Það var líka mjög gaman að hlusta  á Elleni Kristjáns  en hún hitaði upp ásamt fjölskyldu og vinum að mestu frumflutt lög.

Efir að hafa heimsótt Ikea að beiðni heimasætunnar, innbyrgt sænskar kjötbollur og keypt helstu nauðsynjar þar á bæ var haldið í Húsdýragarðinn sem líka var að ósk heimasætunnar, greinilegt hver er húsbóndi á þessum bæ. Þar var glatt á hjalla eins og venjulega og frekir kalkúnar og geðillar kýr krydduðu tilveruna aðeins..... Gaypride gangan var líka á prógramminu en verður að bíða betri tíma. Leiðinlegt að missa af Palla á bleika trukknum en einhverju verður að fórna. 

Að kveldi laugardags var höfuðborgin kvödd og keyrt í Borgarfjörðinn nánar tiltekið Fossatún þar sem fellihýsinu var tjaldað á methraða og börnunum komið í svefn. Sunnudeginum var síðan eytt í að skoða alla fegurðina í fyrrnefndum firði en hún er að mínu mati hvergi meiri nema vera skyldi í Eyjafirðinum okkar. Veiðiárnar í Borgarfirðinum eru líka óteljandi en heldur voru þær nú vatnslitlar enda lítið rignt á þessum slóðum í sumar.Tjaldstæðið Fossatún sem stendur á bökkum fögru Grímsár var með öllum þægindum og ekki spillti að þar voru 5 stykki trampolín og rennibrauta-rólu klifurgrind sem gladdi hjörtu þeirra systra mikið.

Semsagt vellukkuð ferð. Núna verður stoppað heima í fáeina daga, batteríin hlaðin, þvotturinn þveginn og síðan verður stefnan tekin á Jökuldalinn og síðan haldið áfram hringinn með nokkurra daga stoppi við Rangá og Iðu þs veiðistangirnar verða mundaðar. 

Hafið það gott Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

246 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband