7.8.2008 | 23:02
Árlegri Keldnaferð lokið
Sælt veri fólkið að kveldi sjöunda ágústs. Verslunarhelgin því liðin og kvöldrökkrið skollið á. Bæjarstjórinn ánægður með Eina með öllu og allt undir....hjartalaga umferðaljós slógu í gegn og Margrét Blöndal hlýtur að fá næstu fálkaorðu eða hvað þetta er nú kallað. Lokahátíðin á Akureyrarvelli var glæsileg og flugeldasýningin var í einu orði sagt frábær ,þökk sé Saga Capital.
Já og unglingurinn skilaði sér frá Vestmannaeyjabæ. Þetta var víst alveg hrikalega gaman en af fötum kappans að dæma nokkuð blautt á köflum. Hann lét sig vaða niður brekkuna svokölluðu og endaði í kröppum dans í drullusvaði sem líka mátti sjá á fötum piltsins. Þvottavélin hefur því gengið sleitulaust í dag og ekki sér högg á vatni nú þegar klukkan er að nálgast ellefu að kvöldi.
En eins og fyrirsögnin bendir til er árlegri Keldnaferð stórfjölskyldunnar lokið og heppnaðist vel. Sléttuhlíðarvatn var nokkuð gjöfult í ár og fengust um 130 fiskar í veiðarfæri Ellingsen. Mín kom náttúrulega ekkert nálægt þeirri slátrun en sleit upp nokkra urriða á nýju flugustöngina sína og er því nokkuð brött með sig núna. Berjaspretta var með eindæmum góð og voru sumir drjúgir í mónum. Matseðillinn samanstóð því af silungi í hinum ýmsu myndum og berjum í eftirrétt ýmist með rjóma eða á grautarformi. Gamla Keldnahúsið má muna sinn fífil fegurri en hefur sinn sjarma því þar er ekkert rafmagn og ekkert rennandi vatn. Þá er maður alveg laus við að vera í gemsasambandi og ríkti því mikill friður á Keldum.
Framundan eru ferðalög og fyrst er stefnan sett á Clapton í Egilshöllinni á morgun .
Læt þessu lokið í bili og býð góða nótt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.