Árlegri Keldnaferð lokið

Sælt veri fólkið að kveldi sjöunda ágústs. Verslunarhelgin því liðin og kvöldrökkrið skollið á. Bæjarstjórinn ánægður með Eina með öllu og allt undir....hjartalaga umferðaljós slógu í gegn og Margrét Blöndal hlýtur að fá næstu fálkaorðu eða hvað þetta er nú kallað. Lokahátíðin á Akureyrarvelli var glæsileg og flugeldasýningin var í einu orði sagt frábær ,þökk sé Saga CapitalSmile.

Já og unglingurinn skilaði sér frá Vestmannaeyjabæ. Þetta var víst alveg hrikalega gaman en af fötum kappans að dæma nokkuð blautt á köflum. Hann lét sig vaða niður brekkuna svokölluðu  og endaði í kröppum dans í drullusvaði sem líka mátti sjá á fötum piltsins. Þvottavélin hefur því gengið sleitulaust í dag og ekki sér högg á vatni nú þegar klukkan er að nálgast ellefu að kvöldiGasp.

En eins og fyrirsögnin bendir til er árlegri Keldnaferð stórfjölskyldunnar lokið og heppnaðist velSmile. Sléttuhlíðarvatn var nokkuð gjöfult í ár og fengust um 130 fiskar í veiðarfæri Ellingsen. Mín kom náttúrulega ekkert nálægt þeirri slátrun en sleit upp nokkra urriða á nýju flugustöngina sína og er því nokkuð brött með sig núna. Berjaspretta var með eindæmum góð og voru sumir drjúgir í mónum. Matseðillinn samanstóð því af silungi í hinum ýmsu myndum og berjum í eftirrétt ýmist með rjóma eða á grautarformi. Gamla Keldnahúsið má muna sinn fífil fegurri en hefur sinn sjarma því þar er ekkert rafmagn og ekkert rennandi vatn. Þá er maður alveg laus við að vera í gemsasambandi og ríkti því mikill friður á Keldum.

Framundan eru ferðalög og fyrst er stefnan sett á Clapton í Egilshöllinni á morgun Whistling.

Læt þessu lokið í bili og býð góða nóttSleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

245 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband