Í sól og sumaryl....

Góðan og blessaðan daginn, þann fyrsta í verslunarmannahelgi. 

Veðurblíðan heldur áfram á Norðurlandi og nú er svo komið að ég hef ekki lengur tölu á heitu dögunum en ég ætla að skjóta á rúma viku. 

Verslunarmannahelgin gengin í garð. Akureyringar ætla að vera á rómantísku nótunum InLoveþetta árið. Þessi rómantík hefur gengið svo langt að Magga Blöndal er búin að umbreyta rauðu umferðaljósunum og eru þau hjartalaga eftir þessa hugdettu Margrétar. Nú stoppa menn örugglega á rauðu á Akureyri og gæti þetta því verið liður í bættu umferðarátakiWink.

Dagskrá hátíðarinnar ein með öllu er víst með "eightis"fílingWhistling núna og það verður forvitnilegt að vita hvernig gestir og gangandi bregðast við þessari nýbreytni. Ungmennum verður ekki úthýst úr bænum og fá að tjalda ofan Akureyrar. Þingvallastrætið hefur verið skreytt svörtum ruslatunnum með ca 3 ljósastaura millibili og eru þær hlekkjaðar við staurana, bara s vona" just in case" ef æði rennur á gesti hátíðarinnar. Svo er að sjá hvort ruslið ratar rétta leið. Þetta er þó tilraun til bættrar umgengni.

Flottasta uppátækið var þó þökulagning Ráðhústorgs og á Sigurður kaupmaður heiður skilið fyrir þetta framlag til hátíðarinnarSmile. Steypan í miðbænum hefur alltaf pirrað mig  og var vissulega skref afturábak. Vona að bæjaryfirvöld sjái að sér og leyfi grasinu að vera til frambúðar þó svo það kosti smá fyrirhöfn því auðvitað þarf að fjarlægja steypuna undan þökunum ef mín með sína grænu fingur man rétt..... 

Það stakk mig þó að á auglýsingabæklingi hátíðarinnar sem sendur var í hvert hús voru svokölluð gagnleg símanúmer en það voru ma símanúmer Aflsins systursamtaka Stígamóta og Neyðarnúmer fyrir  fórnarlömb nauðgunar. Þetta segir sína sögu og er bara ósköp sorglegt.  

Svo er bara að sjá hvernig til tekst með hjartalaga umferðaljós og eightís stemningu. Eitt er víst að veðurguðirnir verða okkur hliðhollir en það er vissulega stór þáttur í velgengni stórhátíðar sem þessar. 

Unglingurinn á heimilinu er kominn til Eyja ásamt fylgdarliði. Mamma gamla er pínu óróleg en fær að hringja milli kl 17 og 18 til að taka stöðuna á piltinum...... 

Eigið góða helgi öll sömul Smile 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

245 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband