Langt um liðið

Gott kvöld !

Já það er sannarlega langt um liðið og ýmislegt á dagana drifið síðan síðast.

Við fjölskyldan drifum okkur austur á æskuslóðir húsmóðurinnar og dvöldum þar í góðu yfirlæti hjá foreldrum mínum. Drjúgur tími fór í veiðar bæði í vötnum og ám austan fjalla.

Já sjómennskan...

 

 

Þarna má  sjá tengdapabba karlinn öðru nafni Jóa máf gera að aflanum sem fékkst í Ellingsen veiðarfærin vinsælu uppí svokölluðu Ánavatni en það liggur uppí Jökuldalsheiðinni.

 

 

                                                           

Jón Hall með þann stóra

 

 

Þarna má svo líta karl föður minn öðru nafni Jón Hall eða Mælir með þá stærstu sem álpaðist í fyrrnefnd veiðarfæri en hún vóg um 5 pund. Það hefði nú ekki verið leiðinlegt ef þessi kella hefði villst á færið hjá mér en ég barði vatnið talsvert bæði með flugu og spún án þess að verða hið minnsta vör. Alls fengust 27 bleikjur, allar gullfallegar.

 

 

 

 

 En mín gafst ekki upp og eftir að hafa kysst bóndann bless en hann þurfti að mæta í vinnu norður á mánudeginum varð hún sér útum veiðidag í litlu Laxá á Fossvöllum en það er upprennandi laxveiðiá austan Alpa sem veiðifélagið Strengir eru að koma á kortið ásamt fleiri ám í Jökulsárhlíðinni ss Kaldá og svo gömlu góðu Jöklu sem nú er búið að beisla.

Fyrsti afli sumarsins

 Þarna eyddi ég heilum degi með sjálfri mér og kastaði flugunni af mikilli snilld að mínu mati......WinkFyrri hlutann varð ég nú líðið vör fyrir utan einu sinni í ósnum að hljóp á snærið hjá mér en þann fisk sá ég aldrei og hann lifir vonandi góðu lífi í dag. Seinnipartinn fór ég síðan upp að fossi en þar varð ég að kasta spúninum því aðstæður eru erfiðar til fluguveiða þar sérstaklega fyrir svona ómaga eins og mig. Fékk fljótlega lítinn urriða svona rétt til að koma blóðinu á hreyfingu og í næsta kasti var rifið hressilega í tauminn en það reyndist vera 4 punda sjóbirtingur sem ég var æði stund að koma á land en skilyrði til löndunar eru fremur erfið. Karl faðir minn var reyndar með í ferð en sat á hinum bakkanum á strigaskónum og hafði gaman af.

Fékk svo laxastúf skömmu síðar í Sleppingahylnum og varð því miður að aflífa ræfilinn því hann var særður eftir Íslandsspóninn. Þennan hyl barði ég með  flugu tvívegis fyrripartinn og varð ekki vör. Ég á því ennþá eftir að upplifa fyrsta flugulaxinn og er það ekkert áhyggjuefni þs mín bíða margir veiðitúrar í ágústmánuði.

Kastaði líka flugu í gömlu góðu Jöklu sem nú lygnast um dalinn tær,fögur og saklaus. 

Fluguköstin æfð í Jöklu utan við svokallaðan Svelg.

 

 

Í henni eru fjölmargir fallegir veiðistaðir og vonandi á eftir að kvikna líf í henni uppeftir öllum Jökuldalnum en þau kvöld sem ég kastaði var allt með kyrrum kjörum og hvergi fisk að sjá. Minn heittelskaði varð þó var við líf í svoköllluðum Svelg en þar voru á ferð bleikjur úr heiðinni.

 

 

Semsagt yndislegir dagar á gamla ættaróðalinu í algjörri bongóblíðu eins og er nú alltaf þarna fyrir austan. Það segir allavega karl faðir minn og hann lýgur nú ekki.....Wink.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

245 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband