9.7.2008 | 13:58
Fótbolti og fleira
Daginn !Kvaddi heimasætuna mína með tárum í morgun en hún var að fara á Símamótið í Kópavogi sem byrjar á morgun. Hún er sem betur fer í góðum höndum sem auðveldar þetta mikið. Dagskráin er þétt hjá þeim. Þær byrja á að taka æfingu með Haukum seinnipartinn í dag, þá ætla þessi lið að borða saman pitsu, gista saman og æfa aftur saman í fyrramálið. Já þetta er rétti íþróttaandinn !!!! Blikar gætu lært ýmislegt af þessum tveimur liðum......

Fótboltamótið sjálft hefst á morgun og stendur fram á sunnudag. Stelpurnar okkar þurfa að keppa við FH,Fjölni,ÍR, Reyni, ÍBV og Stjörnuna svo það má reikna með mikilli baráttu. En ég krossa bara fingurna og vona að allir skemmti sér vel í Kópavoginum. Áfram KA !!!!
Fór og horfði á leik KA og Stjörnunnar í 2.flokki (A deild) í gær en unglingurinn spilar með þeim. Minn var reyndar á bekknum sem mömmu gömlu þótti að sjálfsögðu fúlt en svona er þetta bara, hann hefur fengið að spila flesta leiki í sumar. KA piltar voru lengst af yfir 1-0 en fengu svo á sig mark í lok leiksins sem var grautfúlt því þeir voru búnir að vera betri allan leikinn. Já það verður bara sigur næst drengir.
En nóg um fótbolta.....Troddu þér nú inní tjaldið hjá mér...... hljómar nú á öldum ljósvakans. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta fyrst þegar ég heyrði Þórsmerkurljóðið gamla í nýjum flutningi Megasar. Hugsaði með sjálfri mér. Hann hlýtur að hafa verið fullur þegar hann tók lagið upp. Þvílík nauðgun! Gerði heiðarlega tilraun til að syngja með kappanum áðan þegar lagið var spilað á rásinni en gat engan veginn fylgt með, svo heyrðist mér hann vera búinn að breyta textanum örlítið líka. En það virðist sem Megasi gamla sé fyrirgefið allt og eflaust líka í þetta skiptið.
Svo get ég ekki orða bundist yfir dómi piltsins sem örkumlaðist í mótorhjólaslysinu í fyrra en það var missir ökuleyfis í hálft ár. Hélt að lömun fyrir neðan háls væri nógu stór biti að kyngja og lítil hætta á að hann væri að flækjast úti í umferðinni núna en ég er náttúrulega enginn lögfræðingur né dómari og á sennilega aldrei eftir að sitja í þeirra sætum.....
Það
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.