7.7.2008 | 21:16
Fótbolti og fluguveiði
Góðan og margblessaðan.Helgin leið hratt í góðra vina hópi og nokkrir kílómetrar voru lagðir að baki.
Fyrripart laugardagsins var keyrt að Sléttuhlíðarvatni og nýja fluguveiðistöngin var notuð í fyrsta skipti við réttar aðstæður. Þetta virkaði þokkalega auðvelt þarna í vetur þegar Pálmi ljúfurinn Gunnarsson kenndi mér og fleirum en þegar á hólminn var komið reyndist þetta aðeins flóknara.......Línan var þó langoftast útí vatninu en það má alveg ræða glæsileika kastanna....

Aflinn var líka lítill sem enginn hjá minni á meðan heimasætan mokaði honum inn á gömlu stöng föður síns ( já hún er sko alveg hundgömul því hann fékk hana þegar hann var tólf...). En mín gefst ekki upp, enginn verður óbarinn biskup og ég skal ná þessu hvað sem það kostar. Það auðveldaði mér nú ekki lífið að vöðlurnar mínar fínu sem kostuðu eitthvað milli 20 og 30 þúsund láku frá fyrstu mínútu og rennilásinn á fína veiðijakkanum sem kostaði eitthvað álíka bilaði. Fall er fararheill segir máltækið og verð ég að trúa því þangað til annað kemur í ljós....

Það var yndislegt að vera á Keldum (eyðibýli rétt við Sléttuhlíðarvatn) þs við lögðum fellihýsinu og viti menn að miðstöðin virkaði....Svaf reyndar ekkert sérstaklega um nóttina fyrir mikilli birtu, sól tófugargi og endalausum fuglasöng. Verð líklega að fjárfesta í myrkratjöldum og nokkrum pörum af eyrnatöppum fyrir næstu útilegu. Líklega væri ekki vitlaust að láta rifilinn liggja í bílnum líka.
Snemma á sunnudeginum var sett í fluggírinn til Siglufjarðar með heimasætuna á Hnátumót. Það gekk á með þoku og sól en endaði með heiðríkju á Hóli sem er fótboltasvæði Siglfirðinga.

Það var þó góður skammtur af hafgolu sem ég hélt reyndar að þekktist ekki á Sigló, Siglfirðingar segja nefnilega að hafgolan fari öll inn Eyjafjörðinn, sel það ekki dýrara en ég keypti það....Mótið fór vel fram og ekki kom til ryskinga...nei segi svona. Stelpurnar stóðu sig með mikilli prýði og unnu alla sína leiki og sungu sig inn í hjörtu flestra á staðnum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.