22.6.2008 | 22:49
Eitt og annað
Gott og blessað sunnudagskvöld.
Vinnutörn hjá minni þessa dagana og lítill tími til að vera í bloggheimum.
Ekkert bólar á þriðja ísbirninum en slóð sem Pólverjar fundu nálægt Hveravöllum reyndist vera eftir hross eins og alþjóð veit. Það hross hlýtur að hafa verið á veglegum skeifum eða þannig.
Mikið að gerast í boltanum þessa dagana og margir skemmtilegir leikir á EM. Varð fyrir vonbrigðum með Hollendinga í gær en þeir uppskáru eins og þeir sáðu í þessum leik á móti Rússum, það verður að segjast. Rússar voru mun sterkari og ótrúlega agaðir í sínum bolta. Kæmi ekki á óvart að þeir yrðu Evrópumeistarar. Svo var hörkuleikur í kvöld sem endaði í vítaspyrnukeppni og þar stóðu Torres og félagar uppi sem sigurvegarar sem var ánægjulegt. Var hálfspæld yfir að Torres var tekinn útaf áður en venjulegur leiktími var liðinn en það kom þó ekki að sök. Nú Tyrkirnir sýndu ótrúlegan styrk í leik sínum á móti Króötum í fyrradag þegar þeir jöfnuðu í framlengdum leik og tóku svo Króatana í nefið í vítaspyrnukeppni. Óvænt úrslit það. Svo er bara að bíða eftir næstu hrinu. Slagur fjögurra landa þe Þjóðverja, Tyrkja, Rússa og Spánverja. Áskrifendur ríkissjónvarpsins sem ekki hafa áhuga á fótbolta verða því að bíða nokkra daga í viðbót eftir að fréttatíminn verði á réttum tíma....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.