17.6.2008 | 21:43
Ferðasaga í máli og myndum
Heil og sæl.
Jæja þá er stórfjölskyldan komin heim eftir tveggja vikna frí í borginni Piacenza á Ítalíu en hún er í um 150 km fjarlægð frá Mílanó. Við bjuggum hjá mági mínum en hann flutti til Ítalíu fyrir 14 árum til að fara í söngnám. íbúðin er einstaklega skemmtilega staðsett þeas þegar þú ert inni verður þú ekki var við neina umferð og hlustar á kurrið í dúfunum og svölurnar syngja. Þegar hurðin á stigaganginum er síðan opnuð stígur þú beint út í iðandi mannlífið á helstu verslunargötu Piacenza og þótti okkur mæðgum það nú ekki slæmt.

Veðurguðirnir voru í mismunandi skapi þessa daga. Flesta daga var veðrið þó ósköp notalegt, skýjað og 20-25 stiga hiti. Þrír dagar voru blautir og þá meina ég blautir. Síðustu dagana var síðan farið að hitna verulega í kolunum og hitastig komið nálægt og yfir þriðja tuginn í gráðum talið.
Gott að kæla sig aðeins !!



Það var ýmislegt brallað á ítalskri grund. Við fórum m.a tvisvar sinnum í heljarstóran skemmtigarð við Gardavatn sem heitir Gardaland. Mjög svo fallegur og snyrtilegur garður sem bauð uppá ýmsa afþreyjingu. Drýgstur tíminn fór þó í að prófa hin ýmsu tæki sem þeyttust um á mismunandi hátt mér til mikillar mæði en heimasætunni til ómældrar gleði. Mér fannst einna best að vera í hringekjunni með litlu skruddu, það var hæfilegur hraði fyrir mig. Ég lét þó plata mig í rússíbana og hvað þetta nú heitir allt saman og adrenalínið streymdi í stríðum straumi um æðakerfið.


Einn daginn keyrðum við til borgarinnar Genova sem liggur við sjóinn til þess að sú sem þetta ritar gæti prófað nýja bikinið sitt á ekta sólarströnd. Eftir um 2 klukkustunda akstur vorum við komin á leiðarenda og sól skein í heiði. Við keyptum okkur inn á litla flotta baðströnd og mín dreif sig í bikinið góða. En viti menn, ég var varla búin að dýfa stórutánni í saltan sjóinn þegar ský dróg fyrir sólu og þrumur og eldingar brustu á . Ég stóð lengi vel ásamt dætrum mínum í bikininu góða og með regnhlífina að vopni en sólin lét ekki sjá sig meira þann daginn. Svona fór nú um sjóferð þá.
Þá var ákveðið að skoða sædýrasafn bæjarins sem er eitt hið stærsta í Evrópu og þar mátti sjá hin ýmsu kvikindi í öllum stærðum og gerðum. Frábært safn.


Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.