31.5.2008 | 19:17
Talið niður fyrir Ítalíuferð
Komið þið sæl og blessuð eins og maðurinn sagði.Skriftarleti gert vart við sig aftur en ákvað að hrista hana af mér svona áður en við förum á ítalska grund.
Náttúruöflin gerðu laglega vart við sig á dögunum og Sunnlendingar tóku því með ótrúlegri ró og yfirvegun. Vona bara að íbúar á svæðinu hafi verið með tryggingarnar á hreinu þó svo sumt fái fólk auðvitað aldrei bætt. Fjölmiðlar voru eins og oft áður dálítið hjákátlegir í fréttafluttningi sínum en er annað hægt þegar jörðin skelfur undir fótum þér.... Þennan sama dag var síðasti vinnudagur Alþingi en ekki veit ég hvort einhver tengsl voru milli þessara tveggja atburða. Hitt veit ég að náttúruöflin stálu laglega athyglinni frá mótmælum vörubílstjóra með líkkistur í fararbroddi en þeir frömdu þennan gjörning fyrir utan alþingi þennan margumtalaða dag. Ég held bara að þetta hafi ekki einu sinni komið í fréttatímu sjónvarps, æ,æ.......og þeir eyddu tveim millum í þetta....
Dómur féll nýlega á ungan pilt sem varð tveimur að bana með glæfraakstri sínum. Hann fékk 12 mánuði en af fréttinni að dæma var hann ennþá með bílprófið og hafði brotið af sér níu sinnum með hraðakstri eftir þetta fyrrnefnda hörmulega slys. Halló, hvað er að gerast ????
En tölum um eitthvað skemmtilegt. Það styttist óðum í Ítalíuferð fjölskyldunnar og farið að bera á spenningi og eftirvæntingu. Ég búin að pakka niður og upp til skiptis, prófa ýmsar gerðir af töskum og reyna skera niður magn farangurs eins og mér er einni lagið eða þannig en ég er annáluð fyrir að taka alltaf með mér nokkrum kílóum of mikið af fatnaði og ýmsum óþarfa. Hvað, það er enginn fullkominn, ekki einu sinni ég. Elsku besti unglingurinn minn ætlar að gæta bús og Nebbu og Soffía frænka verður í viðbragðsstöðu ef neyðarkall berst
.
Aldrei að vita nema maður skrifi nokkur orð frá hinni fögru Mílanóborg. Lifið heil .
Ps: V.ið erum næstum því að rúlla yfir Pólverja í handboltanum en hann er í beinni núna á RÚV
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.