22.5.2008 | 14:45
Áfram Ísland.....
Jæja. Þá styttist í stóru stundina hjá okkur Evróvisjónaðdáendum því í kvöld stíga Regína og Friðrik á svið í Serbíu og syngja sig vonandi inn í hug og hjörtu Evrópubúa og koma okkur uppúr þessari asskollans forkeppni. Forkeppnisdraugurinn er búinn að fylgja okkur alltof lengi og nú er kominn tími til að kveða hann niður. Ég á ekki von á öðru en Regína, Friðrik og fylgdarlið verði þjóðinni til sóma en það hefur bara ekki alltaf skilað sér út í hinni stóru Evrópu. Við vonum það besta. Vona bara að það verði ekki einn miði eftir og ekki búið að lesa Ísland upp.....
Sigurstranglegustu þjóðirnar í kvöld verða að teljast Svíþjóð,Úkraína og Búlgaría. Vonandi komast Danir uppúr riðlinum líka. Þá held ég að gömlu brýnin frá Króatíu eigi eftir að hala inn dýrmæt stig. Þessi gullfallegi frá Sviss með englaröddina er líklega á uppleið líka. Þá gæti friðarboðskapurinn frá Georgíu hitt í mark og Tyrkneska rokkbandið gerir það sennilega líka. Maltneski Vodkaóðurinn á að mínu mati líka sjéns en það er eitthvað við nafnið sem pirrar mig......
Búlgarska lagið á eftir að moka inn stigum frá yngri kynslóðinni, allavega líst unlingnum mínum best á það. Gamla góða Charlotta hin sænska hefur ekki aðeins breytt eftirnafninu heldur hefur hún líka hresst upp á útlitið með smá silikoni og bótoxi hér og þar. Hún kann þetta daman en ég vona samt að hún vinni ekki aðalkeppnina. Sum sár gróa aldrei og þetta frá 1999 ekki heldur...... Úkraína er með gömlu góðu uppskriftina sem ég hef nefnt áður þ.e sólósöngkona í Barbístíl og gott og kröftugt dillulag , gæti farið allaleið á laugardaginn.
Hvað sem verður að þá sest öll þjóðin í sófann í kvöld og fylgist spennt með. Áfram Ísland.
Shady lady með úkraínsku Ani Lorak
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.