27.4.2008 | 16:37
Hún söng dirrindí,dirrin,dirrindí.........
Góðan daginn. Loksins gefst tími í smá skriftir. Ekki skil ég þessa bloggara sem ná að skrifa margar færslur á dag. Ég kalla mig góða ef ég næ nokkrum á viku ! Jæja en það hafa löngum verið gæðin en ekki magnið sem skipta máli....
Það hefur ýmislegt verið uppá teningnum í vikunni . Menn hafa mótmælt hinu og þessu, lögreglunni til leiða, fjölmiðlum
til gleði. Hægt var að horfa á allt í beinni þeas ef menn höfðu áhuga á því. Ég gerði heiðarlega tilraun til þess en fannst allt heila klabbið bara frekar kjánalegt og sóun á mínum dýrmæta tíma. Flutningabílstjórar hafa reyndar aldrei haft mína samúð hvorki í þessum mótmælum né út í umferðinni og veit ég ekkert ömurlegra en lenda á eftir þeim út á þjóðveginum landsins. En þeir fengu þjóðina með sér með því að segjast vera að mótmæla eldneytisverði þó svo mótmæli þeirra hafi í raunar snúist um margt annað líka. Af hverju fóru þeir bara ekki í verkfall?? Þá hefðum við allavega fljótt fundið fyrir nauðsyn þeirra í tilveru okkar. En þetta er nú bara mín skoðun
.
Fjölmiðlafólk fór geyst og sumir allt of geyst í að vera fyrstir með fréttirnar. Það er frekar neyðarlegt að tala af sér í beinni sérstaklega þegar menn vita ekki að þeir eru í beinni en viðkomandi hafði allavega manndóm í sér að draga í land og er það nú meira en margur annar hefur gert í öðrum starfsgreinum.
Hart var vegið að sóknarpresti mínum í Akureyrarkirkju. Hef reyndar lítið fylgst með því máli en mín skoðun er sú að menn eigi að blogga undir sínu eigin nafni, annað er ræfilsháttur.
Vorið kom og vorið fór,vonandi er það tímabundið. Lóan er komin og er hún nú líklega eitt af því fáa sem minnir á vorið í dag því hér norðan heiða hefur verið norðangarri með éljum sl 2 daga .Dagarnir á undan voru hinsvegar yndislegir og engrar úlpu þörf.
Þessi helgi hefur farið í að fagna þeim einstaka atburði að á heimasætuna skall 9.árið. Í gær var veisla fyrir fjölskyldu og vini og í dag eru það bekkjarsysturnar sem heiðra hana með nærveru sinni og hlátri og köllum. Svo háma þær að sjálfsögðu í sig kökuna fögru af Cakes.com sem mamma gamla baslaði við....
.Verði ykkur af góðu.
Fergusongengið tapaði í gær, heimilismeðlimum til mikillar gleði. Þetta hleypir mikilli spennu í lokahrinuna í ensku úrvalsdeildinni. Okkar menn,Y.N.W.A gerðu jafntefli í gær en voru með varaliðið inná. Fræðilegur möguleiki fyrir þá að ná 3.sætinu. Síðan styttist í leiki í meistaradeildinni og það verður hrikaleg spenna. Vonandi verða Chesseamenn þreyttir eftir leikinn gegn M.U
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.