20.4.2008 | 22:06
Á skíðum skemmti ég mér.......
Gott og blessað kvöldið.
Undur og stórmerki gerðust í heimi vetraríþróttanna í gær þegar Guðrún festi á sig svigskíðin í fyrsta skipti á ævinni og lét sig gossa niður brattar brekkur Hlíðarfjalls. Þetta hefur reyndar staðið til lengi og ég verið undir mikilli pressu frá mínum heittelskaða en Mælivallaþráinn er seigur en sigraði þó ekki í þetta skiptið . Þetta mikla ferli hófst á töfrateppinu með börnum á aldrinum 1-5 ára,í brekku sem var með afar litlum halla í prósentum talið.

Þegar kjarkurinn óx flutti ég mig yfir í svokallaða Hólabraut sem hallar aðeins meira. Eftir óteljandi ferðir niður hana fór stíllinn smásaman batnandi og fyrir rest var ekki umflúið að verða að ósk míns heittelskaða og fara í Fjarkann svokallaða en það er stólalyftan í Hlíðarfjalli sem flytur mann uppí mitt Hlíðarfjall. Ferðin upp gekk bara nokkuð vel að undanskyldu því að lyftan stoppaði í einar 10 mínútur á miðri leið og ég var aðeins of sein að standa uppúr stólnum þegar upp kom og þurfti því að grípa til stökkhæfileikanna sem ég vissi ekki að ég ætti til
. Ég sveif ekki alveg eins tignarlega og norsku skíðahoppararnir og endaði á rassinum, en upp var ég komin...... Ferðin niður gekk hinsvegar bara þokkalega miðað við aldur og fyrri störf og það má telja á fingrum annarrar handar þau skipti sem ég stóð ekki í lappirnar. En allavega, ég er hrikalega stolt af sjálfri mér og stefni hátt í heimi skíðaiðkunar hvort sem það verður í þessu jarðlífi eða síðar.....
. Veðrið hér norðan Alpafjalla spillti heldur ekki fyrir: Blankalogn , glaðasólskin og 10 gráður í plús. Yndislegt þó svo sólbruni hafi aðeins gert vart við sig.
Ég segi bara eitt að lokum: Gott fólk, þið sem hafið ekki fest á ykkur svigskíðin gerið það ekki seinna en núna .
Á skíðum skemmti ég mér tra lall lall lall.....niður brekkur fer.......
Dreymi ykkur vel .
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.