17.4.2008 | 21:16
Sól, sól skín á mig....
Heil og sæl á þessu fallega vorkveldi.
Þetta er sannarlega búinn að vera fallegur dagur hér á Akureyri. Ekki ský á himni og blankalogn með um 10 gráðu lofthita sem hlýtur að teljast gott á þessum árstíma.Bærinn rétt að byrja að fara í vorbúninginn og svo lítur maður upp í Hlíðarfjall og nágrenni og sér ekkert nema hreinan og fallegan snjó. Andstæðurnar geta varla verið meiri.
Við mæðgur byrjuðum daginn á því að fara í sund eins og reyndar margir aðrir. Á undan okkur í biðröðinni var full rúta af skítugum túristum sem hafa líklega óvart pantað flugið til Íslands tveim mánuðum of snemma en voru heppnir. Í sundi var hinsvegar yndislegt að vera og húðin tók á sig smá sumarblæ.
Eftir baðinu fylgdi góður göngutúr upp og niður brekkur bæjarins.
Seinnipartinn var stefnan tekin í Keiluna en þar voru á ferð heimasætan og bekkjarsystkini hennar. Þvílík snilld að opna þennan keilusal hér norðan heiða því þetta hefur svo sannarlega hitt í mark og viðskiptin hafa blómstrað. Krakkarnir sýndu takta í að fella keilurnar og svo fengu allir ís á eftir svona til að kæla sig niður.
Það passaði svo vel að tendra grillið eftir vetrardvalann og var yndislegt að finna grillilminn á nýjan leik. Þjóðarréttur Guðna Ágústs rann síðan ljúflega niður.
Það er víst best að njóta þessara yndislegu sólardaga því enginn veit hversu margir þeir verða frekar en fyrri daginn. Gerið því bara það lífsnauðsynlegasta og drífið ykkur svo út í vorið .
Góðar nætur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
233 dagar til jóla
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Afturelding fór illa með Stjörnuna
- Sex mörk í seinni í Kópavogi
- Stjarnan í úrslit eftir háspennuleik
- Gylfi skaut Víkingi á toppinn
- Haukar í úrslit eftir sigur á Fram
- Meistaradeildardraumur Forest dvínar
- Skelltu meisturunum á útivelli
- Biður stuðningsmenn Liverpool afsökunar
- Stýrir Leeds í úrvalsdeildinni
- Blikinn skoraði sigurmarkið gegn Val (myndskeið)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.