Dagur að kveldi kominn

Já dagarnir líða hratt. Það verður víst komið sumar áður en maður veit af.

Húsmóðurtaktar gerðu verulega vart við sig í dag og áður en klukkan sló tólf ilmaði húsið af hreinlæti. Af stórhreingerningu lokinni drifum við mæðgur okkur út en litla skrudda elskar að fara út í pollabuxunum sínum og hlaupa og stappa í drullupollunum sem nóg er af þessa daganaWink. Seinnipart dags drifum við okkur á fimmtudagstónleika Tónlistaskóla Akureyrar þs heimasætan sýndi takta með klarinettið sitt, alltaf svo dugleg þessi elskaWhistling. Nokkru áður skutlaði ég unglingnum í helstu fyrirtæki bæjarins en hann var að leita sér að sumarvinnu. Svo er bara að sjá hvort sjarminn hefur virkað.......Mitt í þessari færslu skutlaði ég honum svo til kærustunnar og nema hvað ,ég var stoppuð af löggunniPolice sem var í reglulegu eftirliti. Ég var aldrei þessu vant skírteinislaus en slapp með skrekkinn í þetta skiptið  og blásturstilraun leiddi ekki til sektar heldurWink.

Semsagt viðburðaríkur dagur eða þannigSmile.

Jæja M.United komst áfram í meistaradeildinni. Það kemur varla á óvart þar sem þeir hafa verið ótrúlega heppnir með andstæðinga hingað til annað en okkar mennTounge. Svo er bara að sjá hvort Barcelona slær þá ekki út, þessari sigurgöngu hlýtur að ljúka fyrr eða síðar. Við ætlum að sjálfsögðu að leggja Chelsea að velli og mæta galvaskir í úrslitaleikinn.

Jæja það er kominn háttatími fyrir þreyttar húsmæður. Eigið góða nóttSleeping 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

233 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband