Húsmóðurþankar

Þriðji dagur aprílmánaðar runninn upp og fátt sem minnir á vorið hér norðan heiða en við erum svo sem vön því.

Fór og fyllti bílinn í gær eins og sannri húsmóður sæmir enda eldneytisafsláttur upp á einar 25 krónur per lítrann, lauslega reiknað að þá hef ég sparað um 1500 kr í gær eða ca 2 sígarettupakka en þar sem ég reykji ekki að þá fór þetta beinustu leið í sparibaukinn.... Í leiðinni kom ég við á horninu hjá Jóhannesi og fyllti körfuna af öllum lífsins nauðsynjum sem kostuðu einar 11 þúsund krónur . Afgreiðslumaðurinn góði tjáði mér að í fyrradag hefði allt verið  klikkað en þá þyrptust bæjarbúar í búðina góðu og hömstruðu eins og þeir ættu lífið að leysa fyrir verðhækkunina sem vofir yfir. Ég gat ekki betur séð en að mjólkin væri enn á sama verði.

Í fríblöðum dagsins mátti líta ýmis sparnaðarráð ss ódýrar kássur úr því hinu og þessu sem hefur dagað uppí ísskápnum  og fara á bókasafnið í stað þess að vera áskrifendur af hinu og þessu. Margt vitlausara.

Flutningabílstjórar halda áfram að mótmæla eldneytishækkunum . Djöfulsins munur að geta bara setið heima og bloggað meðan að þeir standa í þessum leiðindum. Svo er bara að sjá hvort þeir hafi eitthvað uppúr krafsinu .

Þetta endaði með jafntefli í gær, við Liverpoolarar erum bara sáttir enda mikilvægt að skora mark á útivelli en við tökum þá pottþétt á Anfield á þriðjudaginn næsta en spurning hvort við hvílum okkur ekki bara á laugardaginn og setjum varaliðið inná.......Tounge

Eigið góðan dag Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ !  Ákvað að kíkja á bloggið hjá þér er annars að safna kröftum í laugardagstiltekt. Já mér finnst þetta flott hjá atvinnubílstjórum að gera usla er samt fegin að vera í sveitinni og langt í burtu frá hávaðanum sem fylgir.

Já vorið lætur eitthvað bíða eftir sér hér austan heiða líka ég er nú satt að segja alveg búin að fá nóg af snjó !

Hugsaðu þér það styttist í að Lukka heiðursdrottning bústofnsins verði léttari. Og það er bara snjór.

Bið að heilsa í bæinn hafið það sem allra best !!

Ein sem bíður eftir að húsmóðurhormónarnir fái löngun í tiltekt !! 

Dóra skrifar (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 08:53

2 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Gaman að heyra frá þér Dóra mín. Húsmóðurgenin mín eru í letikasti í dag. Ég notaði góða veðrið í göngutúr og æfingu með nýju kaststöngina út á hlaði. Beggi kom í miðjum klíðum og spurði hvort ég væri að fá hann. Þeir frændur fóru síðan í keilu. Hlakka til að koma í sauðburðinn. Kveðja Gunna

Guðrún Una Jónsdóttir, 5.4.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

232 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband