Í fréttum er þetta helst....

Kominn enn einn laugardagurinn...

Enn er tími til að hamstra mjólk gott fólk en þessi hvíti eðaldrykkur hækkar víst ekki í verði fyrr en um mánaðarmótWink. Nú er gott að eiga auka ísskáp......

Heyrði frá Liverpoolförum í dag. Þeir fóru að horfa á leik í neðri deild en ekki vildi betur til en svo að hann var blásinn af fljótlega vegna mikils vatnsveðurs. Vonum bara að veðurguðirnir verði blíðari á manninn á morgun þegar okkar  menn mæta erkióvinunum Everton. Eitthvað voru menn misjafnlega vel á sig komnir í morgun þegar ég smassaði á minn mann og hef ég grun um að austanmenn hafi aðeins skellt í sig í háloftunum og þegar á erlenda grund var komið. Skál kæri litli bróðir en upphaflega er þessi ferð sett á laggirnar sem veðmál þe ef litli bróðir myndi hætta að reykja og halda bindindið í 1 ár yrði honum boðið til Liverpool...og þannig fór það og reykingabindindið stendur enn. Áfram litli bróðir, áfram Liverpool.

  

 

Annars tíðindalítið héðan úr hjarta Norðurlands. Það er bölvaður norðanbelgingur og gengur á með hríð. Var að vonast til að geta sett nýju fluguveiðistöngina saman og taka nokkur prufuköst en það bíður betra veðurs. Er búin að sækja um inngöngu í hið fræga Magnveiðifélag en veit ekki hvort þeir þora að hleypa mér í félagsskapinn þs ég er yrði eini meðlimurinn sem ekki væri með ... Blush . Hitt er annað mál að þá fyrst stæði félagið undir nafni þs ég er fiskin með eindæmum....Tounge

Eigið góða helgi og munið leikinn kl 15 á morgun Smile 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

232 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband