"Súrir mjólkurþambarar"

Fimmtudagurinn 27.mars hefur heilsað landsmönnum með 15 % hækkun á gömlu góðu mjólkinni. Mjólkurbændur þurfa auðvitað að fá meira fyrir snúð sinn (eða mjólk sína réttara sagt)svo við þessu er líklega ekki mikið að segja. Við höldum sjálfsagt áfram að drekka mjólk  samt sem áður. Það yrði eitthvað svo tómlegt í ískápnum án hennar og kaffið yrði alveg ódrekkandi GetLost.

Páskarnir hafa kvatt og "Nenni níski" hefur endurheimt bæinn sinn. Nóg pláss í skíðabrautunum og sundlauginni og heitu pottarnir hafa endurheimt sinn rétta lit......

'A annan í páskum datt á mig eitt árið enn en ég læt töluna liggja milli hluta. Vaknaði líka með þennan rokna hálsrýg í morgun en ekki veit ég hvort það tengist hækkandi aldri eða ofmönnun í hjónarúminu......nema hvorttvegja sé. Ég gat allavega ekki hreyft hausinn fyrr en eftir 2 verkjastillandi, 2 bólgueyðandi, slatta af voltarenkremi og sjóðandi sturtu Pouty. Ný flugustöng og veiðihjól reddaði þó deginum, þökk sé mínum heittelskaða en hann færði mér þessa góðu gjöf er hann kom úr höfuðborginni í gær.  Nú verður ekki aftur snúið. Gamla kaststöngin ásamt  öllum fylgihlutum verður jarðsungin strax í dag.....Tounge.

Á morgun heldur minn heittelskaði ásamt fríðu föruneyti til Liverpool að sjá leik Liverpool og Everton en þar bítast þeir um 4.sætið og pláss í meistaradeildinni að ári. Verður spennandi leikur og vonandi ferð líka.

Gott í bili, vaktin nálgast, eigið góðan dag Smile.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

232 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband