22.3.2008 | 09:52
Morgunstund gefur gull í mund og stutt er í páska
Góðan og blessaðan daginn enn og aftur. Já hvað jafnast á við að vera kominn á fætur löngu fyrir átta á laugardagsmorgni, þökk sé Stubbaaðdáandanum mínum. Ef vilji hefði verið fyrir hendi hefði ég getað verið búin með nokkur sett af húsverkum, en lét skynsemina ráða að þessu sinni og settist niður með kaffibollann og fartölvuna.
Það er þessi blessaða páskahelgi hér sem annarsstaðar. Við hjónakornin bæði á vaktinni svo ekki var möguleiki á að leggjast í ferðalög. Frekar óspennandi að vera hér í þessum annars yndislega bæ vegna fjölda ferðafólks sem fyllir alla staði sem mig langar að skreppa á. Umferðateppa myndaðist td í Hlíðarfjallinu okkar í gær og í sundlauginni var eins og í síldartunnu að sögn heimasætunnar. Skil ekkert í þessu liði að skella sér ekki í Píslargönguna við Mývatn eða hlusta á 6 klst upplestur og söng á Passíusálmum Hallgíms P.Hefði verið meiri páskastemmnig í því....... Nú svo er árlegt vaxtaræktarmót hér í bæ um helgina líka og þá breyta heitu pottarnir um lit og fitubrákin flýtur um, einstaklega spennandi fyrir okkur hin sem ekki maka á okkur brúnkukremum en veljum gamla góða íslenska húðlitinn
. Nei þetta er ekki öfund að minni hálfu.... Skil ekki konur á mínum aldri sem fara í þetta,sérstaklega ekki ef þær eiga dætur á viðkvæmum aldri. Svona er ég nú gamaldags
.
Í miðri þessari bloggfærslu hringdi unglingurinn í mig og bað mig að sækja sig út í þorp en hann var semsagt á leið heim eftir djamm næturinnar. Ég brást fremur skjótt við enda var ræfillinn bara á skyrtunni.... Glætan að ég hefði hringt í mína foreldra á mínum djammárum og beðið þá að pikka mig upp eftir sukk og svínarí ....Maður hefði nú lagt á sig góðan göngutúr en tímarnir breytast og mennirnir með . Ég er meira sveigjanleg þegar kemur að svona hlutum. Þetta var reyndar í fyrsta skipti sem ég fæ svona upphringingu en vonandi verða þær ekki mikið fleiri. En best að hætta þessu rausi áður en ég slæ gamla, góða Meinhorninu á Rás 2 út.......
Framundan er vakt á gæslunni. Kannski hunskast ég í ræktina áður.
Njótið dagins. Á morgun megum við opna páskaeggin okkar. Æði.... .
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Athugasemdir
Þú hljómar nú pínu eins og Nenni Níski (það er meira horft á hann hér á bæ en stubbana), "ég á þennan bæ", "ég á þetta fjall" ....
Heyrumst síðar, flensukveðjur úr Breiðuvík.
Selma M (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.