Úr einu í annað...

Góðan og blessaðan daginn, dag hinnar veiku íslensku krónu. Já blessunin heldur áfram að veikjast en fallið var þó hærra í gær. Kannski við ættum að leggja hana á gjörgæslu greyið. Nei sorry þetta er náttúrulega ekkert grínWink.

Mynd021_2

 

Páll Óskar stal senunni á íslensku tónlistaverðlaunahátíðinni í gær. Til hamingju Palli, þú ert langflottastur. Mugison og Björk komust líka á blað , oftar en einu sinni. Heiðursverðlaunin fékk Bítlabæjarkóngurinn Rúni Júl og það þarf auðvitað ekkert að ræða það.

 

 

 

Þessi var tekin á árshátíð sjúkrahússins....... 

Nú, ég held að við rúllum Eurovision upp í ár. Ástæðan fyrir því er sú að við fáum ákaflega litla samkeppni. Var að hlusta á lögin sem eru komin í úrslit og þau lög sem eru áheyrileg má telja á fingrum annarrar handar. Það getur þó verið að þau skáni eftir endurtekna áheyrn, veit þó ekki.  Hérna er td írska lagið, guð minn góður, þetta slær gulu uppþvottahönskunum út.....

 

 

Í gær setti ég loksins saman fluguveiðistöngina og fór út að æfa mig að kasta. Þetta hefur lengi staðið til eftir að ég fór á kastnámskeiðið góða hjá Pálma í vetur. Ég held að þetta hafi bara verið þokkalegt hjá mér, allavega hafa nágrannarnir ekki kvartað ennþá. Minn heittelskaði segir að ég sé svo heilluð af Pálma eftir fyrrnefnt námskeið að nú sé það bara Pálmi í öðru hverju orði ef talað er um veiðiskap.....En ég held að minn og frændur hans allir megi nú fara að passa sig hvað varðar kasttækniTounge.....ég slæ Haffa allavega við.....Wink.

Læt þetta gott heita í bili. Hafið hemil á ykkur í páskaeggjaátinu Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég keypti alveg risastórt páskaegg meira að segja tvö var að bæta fyrir að það gleymdist alveg að kaupa páskaegg í fyrra. En það er engin hætta á að ég springi á limminu í eggjaátinu frekar karlpeningurinn á bænum sem þarf að passa sig.   En takk fyrir kaffið í gær við stöllur komumst heilar á höldnu til baka

Halldóra Eyþórsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 20:45

2 identicon

Verð nú að segja að þetta er hræðilegt eurovision lag, ég gæti gert eitthvað betur með minn sönghæfileika.

Davíð (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

232 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband