16.3.2008 | 15:35
Þessi fallegi dagur.....
Góðan og blessaðan sunnudag. Já það er víst óhætt að tala um fallegan dag hér á Akureyri því hér skín hækkandi sól í heiði og varpar ljósi á ryklag vetrarins sem víða leynist innanhúss. Tók smáæðiskast með tuskuna áðan og leið mun betur á eftir. Annars er ég búin að vera hálflasin um helgina með hor, hausverk og hellur "bilateralt". Vona bara að þetta slen og fár sé á undanhaldi á heimilinu.
Betri helmingurinn og heimasætan horfin uppí í Hlíðarfjall á vit skíðaævintýra og horfin í hóp þúsund manns sem þar eru víst í dag. Litli skæruliðinn komin út í vagn og sefur á sínu græna og á meðan grípur mamma tækifærið og bloggar aðeins. Unglinginn hef ég ekki séð síðan í gær en hann fór út á lífið með vinum og ætlaði að gista hjá einum þeirra í nótt. Hann var einn af ca 400 sem fylgdu Gettu betur liði MA til Reykjavíkur sl föstudag. Þau stóðu sig með mikilli prýði þrátt fyrir að þau næðu ekki að lyfta hljóðnemanum á loft en það er víst enginn heimsendir eins og einn keppenda í liði MA sagði að lokinni keppni.
Nýr Rúmfatalager opnaði niður á Glerártorgi í gær. Af bíla og fólksfjölda að dæma sem þar var, er varla nokkur kreppa að hrjá landann eða er það kannski merki um kreppu að við flykkjumst í RL magasínið ???? Veit ekki svei mér þá en búðin er snotur, velskipulögð og fyrsti rúllustiginn er risinn hér norðan heiða... .
Bónusmenn voru líka að endurskipuleggja sína verslun á Akureyri sumum viðskiptavinum sínum til mikillar gremju. Í vikulegri ferð minni þangað fyrir nokkrum dögum ríkti hálfgerður glundroði í búðinni því viðskiptavinirnir fundu ekki það sem þeir leituðu að. Akureyringar hafa löngum verið þekktir fyrir íhaldsemi...... . Breytingarnar voru að mér fannst bara til hins betra (en ég er að austan).
Nú Liverpool mætir Arsenal í næstu umferð í Meistaradeildinni. Hvað eigum við að segja um það. Jú það hefði kannski verið betra að mæta Shalke eða Róma en Arsenal hefur nú heldur verið að dala í ensku úrvalsdeildinni ef marka má td leikinn í gær og því held ég að við þurfum ekki að kvíða neinu.
Njótið dagsins
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Athugasemdir
Hæ hæ !
Var aðeins að kíkja á síðuna hjá þér. Já það eru fallegir vetrardagar núna sólin hækkandi og rykið þeim mun sýnilegra því miður.
Góðar kveðjur í bæinn að austan
Dóra
Halldóra Eyþórsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.