Hor í nös.....

Kvöldið.Jæja slenið heldur áfram og nú er stærstur hluti fjölskyldunnar með hor í nös eins og hálf þjóðin skilst mér. Kvenþjóðin hélt sig því heima í dag og tók sig til og breytti aðeins arkitektúrnum innanhúss. Já slen er ekki alltaf af hinu slæma.....Hillur og kommóður voru fluttar milli herbergja, ýmislegt gamalt dót fékk að fljúga og lesnum og ólesnum bókum var pakkað niðurWink.

Nú Púlararnir unnu glæsilegan sigur á Milanoprinsunum í fyrrakvöld ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum...Maður vorkenndi nú bara Inter , sérstaklega síðustu mínúturnar, þetta var svo vonlaust allt samanPouty.

Enn er þjarmað að hjúkrunarfræðingum á LSH. Í þetta skiptið eru það hjúkrunarfræðingar á skurð,svæfingar og gjörgæslusviði. En þær láta ekki bjóða sér þessa vitlausu og hafa sagt upp. Ég dáist af stöllum mínum og styð þær eindregið í baráttunni. Svo er að sjá hvað hjúkrunarforstjórinn gerir. Hún talar um að mæta uppsögnum þessara hjúkrunarfræðinga með því að ráða erlendan starfskraft, ja verði henni að góðu. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur......Pouty

Jæja, það er "þjarmað" að mér úr öllum áttum núna. Best að fara svæfa liðið... Góða nótt Sleeping  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

232 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband