Tryllt húsmóðurgen og Claptontónleikar

Góðan og blessaðan daginn. Loksins kemst ég í tölvuna en unglingurinn hefur haft hana í láni síðustu daga því tölvan hans klikkaði. Hann hefur reyndar líka fengið afnot af símkortinu mínu því SKOævintýrinu er ekki lokið ennþá. Já hvað gerir maður ekki fyrir þessa grislinga sína, eilífar fórnir.......Pouty Yngsti heimilismeðlimurinn hélt mér líka við efnið í morgun því þegar ég hafði komið mér makindalega fyrir við eldhúsborðið með smurt brauð, kaffibolla og blöð dagsins fékk sú litla svo hressilegt hóstakast að hún skilaði morgunmatnum sínum yfir minn og allt sem á eldhúsborðinu var. Þar með fóru húsmóðurgenin á fljúgandi fart og íbúðin var þrifin hátt og lágt og sængur og koddar var hent út í norðannepjuna til viðrunar. Blaðalestur fékk því að bíða betri tíma.

Það reddaði hinsvegar deginum að við hjónakornin bókuðum miða á tónleikana með Clapton þann 08.08.08. Flott dagsetning á mjög sennilega ógleymanlegum tónleikumSmile.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

232 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband