Punga- og greddutal....

Góðan daginn. Ég get nú bara ekki orða bundist yfir þessu punga- og greddutali í þættinum Bandið hans Bubba Errm. Hef horft á alla þættina og í tveim síðustu hefur punga og greddu borið allt of oft á góma." Þú átt að syngja þetta af meiri greddu "eða "vá ég fékk nú bara í punginn þegar ég hlustaði á þig". Er þetta leit af söngvara í Bandið hans Bubba eða "millifótaorðsambandakeppnin" mikla. Ég held að dómararnir hljóti að geta fundið uppá á öðrum orðasamböndum þegar þeir gefa keppendum einkunn fyrir söng sinn.

preview

 

Annars eru þetta ágætir þættir og frambærilegir söngvarar. Eyþór Ingi ber þó af og hlýtur að ná langt. Bubbi kom öllum á óvart í gær og sendi tvo keppendur heim þrátt fyrir mótmæli meðdómara sinna en þeim fannst Siggi Lauf eiga að fá annan sjéns. 

 

 

Rakst á forvitnilega forsíðufyrirsögn í Blaðinu í dag og á hún vel við í þessu punga og greddutali en hún var þessi: Bannað að toga í tólin. Fréttin kemur frá Ítalíu og þar þurfa menn framvegis að fara varlega að grípa í kynfæri sín á almannafæri þs dómur er fallinn í einu slíku máli. Er því talið æskilegt að karlmenn séu í einrúmi ef þeir þurfa að hagræða þessu þarna milli fótannaBlush. En nóg af svona tali.

Nú það heldur áfram að kyngja niður snjónum hér norðan heiða og sjálfsagt margir sem hafa spennt á sig skíðin í dagHappy.

Hlaupársdagur rann sitt skeið í gær og því löng bið eftir þeim næsta.Vonandi nutuð þið dagsins Wink.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

232 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband