24.2.2008 | 22:16
Í upphafi Góu gömlu
Í upphafi Góu er gaman að skyggnast aftur í fortíðina.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu: Góa er fimmti mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu og hefst á sunnudegi í átjándu viku vetrar, eða 18. til 24. febrúar. Fyrsti dagur góu er nefndur konudagur og var dagur húsfreyjunnar eins og fyrsti dagur þorra var dagur húsbóndans. Síðasti dagur góu nefnist góuþræll.Á síðari tímum hefur komist á sú hefð sums staðar á landinu að halda góugleði í tengslum við góu, á sama hátt og þorrablót í tengslum við Þorra. Uppruna góu og þorrans er að finna í Orkneyingasögu. Einnig er fjallað um persónurnar Þorra konung og Gói dóttur hans í Frá Fornjóti ok hans ættmönnum í Fornaldarsögum Norðurlanda.
Á Hriflu.is segir svo:
Gói eða góa eru þekkt úr mörgum gömlum heimildum. Gói er persónugerð sem vetrarvættur í gömlum sögum og er dóttir Þorra. Menn áttu að fagna góu á sambærilegan hátt og Þorra. Góa var dagur húsfreyjunnar. Húsfreyjur áttu að fagna góu á líkan hátt og bændur fögnuðu Þorra. Þær áttu að fara fyrstar á fætur fyrsta góumorgun og fara fáklæddar út á hlað. Svo áttu þær að ganga þrisvar sinnum í kringum bæinn og segja: Velkomin sértu, góa mín, og gakktu inn í bæinn; vertu ekki úti í vindinum vorlangan daginn.Fyrsta góudag áttu húsfreyjur að halda heimboð fyrir nágrannakonur sínar. Ungir menn áttu að fagna einmánuði og ungar stúlkur hörpu á sama hátt. Talið er að þessi siður að fagna þorra, góu, einmánuði og hörpu séu leifar fornra blóta. Sums staðar á landinu voru góu gefnar gjafir til þess að milda hana og fá gott veður. Oft var það rauð ull eða ullarlagð sem átti að tryggja auða jörð og engan snjó. Upphaf góu er nú kallað konudagurinn og gefa eiginmenn konum sínum oft gjafir á konudegi. Var því trúað að ef góa byrjaði með votu og stormasömu veðri þá yrði sumarið gott.Þorri og Góa grálynd hjú gátu son og dóttur eina Einmánuð sem bætti bú og blíða Hörpu að sjá og reyna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.