Draumfarir á konudaginn...

Rakst á mjög áhugaverða frétt á mbl.is þs kemur fram skv erlendri könnun að konur hugsa að meðaltali 34 sinnum um kynlíf á vinnustað á 8 tíma vinnudegi. Vá þeim hlýtur að leiðast eitthvað í vinnunni.....nei segi svona, vinnustaðurinn minn þeas gjörgæslan er hæpinn vinnustaður fyrir svona hugsanir held ég. Nú það kom ennfremur fram í þessari umfjöllun að um 53 % kvenna væru skotnar í karlpeningnum sem þær vinna með, jamm ég kynntist nú reyndar mínum heittelskaðaInLove á sjúkrahúsinu svo kannski fell ég undir þessi 53 prósent. En rúsínan í pysluendanum var kannski sú  að 40 % kvenna hugsaði um einhvern annan karlmann á meðan þær nutu ásta með spúsa sínumGasp,þær hljóta nú bara að vera verulega illa giftar blessaðar.....Sel það ekki dýrara en ég keypti það og ekki veit ég um réttmæti þessar könnunar en úrtakið var 1000 konur. Fannst þetta vel við hæfi þs konudagurinn er nú í dag Smile.

ps: Búin að fá blómvönd, konfekt og rauðvín í tilefni dagsins, minn klikkar ekki á því.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get nú ekki hamið mig og verð að kommitera á þetta, 53% kvenna skotnar í karlpeningnum á sínum vinnustað, ég hef nú aldrei litið á þá sem kynverur veit ekki með aðrar konur

selma (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

232 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband