17.2.2008 | 18:27
Fluguköst og flóin gamla
Góðan sunnudag og vonandi til mikillar sælu.
Þetta er náttúrulega engin frammistaða hjá mér, síðasta færsla orðin 3 daga gömul en nú skal bætt úr því.
Á laugardaginn byrjaði ég daginn á því að fara á flugukastnámskeið. Þetta var síðasti tíminn og þrátt fyrir að ég hafi náð að tímasetja dobbeltrekkið rétt að þá er ég langt í frá útskrifuð í faginu. Nú er bara að drífa sig út með stöngina og æfa sig . Til stendur að fara með hópinn í veiðiferð með vorinu þs við fáum aðstoð frá meistara Pálma Gleðibanka á bakkanum og það getur náttúrulega ekki orðið annað en gaman.
Laugardagskvöldinu var eytt í húsakynnum LA þar sem við sáum Fló á skinni. Frábær sýning og hláturtaugarnar voru kitlaðar til hins ýtrasta. Svo mikið hló maður að það var nánast vandræðalegt þau fáu augnablik sem maður hló ekki eða þannig. Guðjón Davíð Karlsson biskupar fær enn eina fjöðrina í hattinn fyrir frábæran leik . Hattur hans hlýtur að vera orðinn ansi vel fiðraður því alltaf skilar hann frábærum leik sama hvað sýningin heitir. Hallgrímur Ólafs var líka frábær í sínu málhalta hlutverki og Atli idol sem Miroslav. Áfram LA .
Blíðan heldur áfram hér norðan heiða og fátt eftir sem minnir á harða vetur sem geisaði fyrir nokkrum vikum.
Heldur lítið að gerast í þjóðmálunum þessa dagana. Á forsíðu fréttamiðils nokkurs var fjallað um nafnabreytinar Íslendinga en um hundrað Íslendingar skipta um nafn á ári. Ja hérna hér, það er ekkert heilagt orðið. Það er bara að taka upp tólið og hringja í þjóðskrá og borga litlar 4400 kr fyrir greiðann. Skrýtið að heita Guðrún í dag og svo eitthvað allt annað á morgun.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.