14.2.2008 | 14:53
Ajaxilmur með smá gubbuívafi....
Loksins er tími til að setjast niður til skrifta.Yngsti heimilismeðlimurinn fékk semsagt gubbupest nr 2 á sl 2 vikum . Það þýðir átak í gólfþvottamálum því sú stutta er ekki búin að ná þessu með að láta vaða í klósettskálina þegar gusan kemur enda bara 1 og 1/2 árs í dag. Ég hef því verið óvanalega dugleg með moppuprikið sl 2 daga og húsið ilmar af ajax og gubbuilm. Mæli ekki með mjólk í uppköstum þegar kemur að þrifum.... En í dag er sú stutta hin brattasta og komin út í vagn og sefur vært í góða veðrinu sem er nú skollið á hér fyrir norðan, eins og svo oft áður
.
Eitthvað hljóta öldurnar að vera lægja hjá X-d því það eina sem minnir á sjálfstæðisflokkinn í dag á forsíðu Fréttablaðsins er mynd af Davíð Oddssyni seðlabankastjóra á bridgemóti . Af svipnum að dæma gæti maður haldið að hann væri að hugsa um ruglið í borgarstórninni sem orðinn er þvílíkur farsi að eins líklegt er að hann fari að skyggja á 100 ára gamla Fló á skinni sem nú er sýnd fyrir fullu húsi hjá LA kvöld eftir kvöld.
Nú í dag er Valentínusardagurinn
. Maðurinn minn talaði um að hann væri meira fyrir unga fólkið svo þá er líklega útséð um að ég fái nokkuð í dag. En það styttist í konudaginn svo það er ennþá sjéns að fá eitthvað....
Á blaðsíðu 2 í Fréttablaðinu má kannski finna lausn á reykingavanda öldurhúsanna en þar er sagt frá Kaffi Edinborg á ísafirði sem hefur hlaðið snjóhús fyrir reykingafólk . Já snjöll hugmynd svo lengi sem ekki hlánar...
Nú Fréttablaðið bryddar uppá ýmsu í dag. Þar má m.a finna uppskrift af bónorði í 18 liðum sjálfsagt í tilefni dagsins. Það er spurning hvort maður yrði ekki hættur við þegar viðkomandi loksins kæmi sér að efninu. Æi ég er líklega ekki lengur á rómantíska skeiðinu .
Jæja þá þarf ég að fara að mæta á vaktina. Eigið rómantískan dag.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Athugasemdir
Sælar.
Vonandi er gubbustandinu
að ljúka á heimilinu svo þú fá fáir nú moppufrí
En ástæðan fyrir innleggi mínu á þessa færslu er sú; að mér þykir þú minnast eða vitna óþarflega mikið í Fréttablaðið
. Sá miðill er jú ágætur
en mig langar að benda þér á 24 Stundir
það blað á að taka fyrst upp og á að vera efst í blaðabunka heimilanna, Frábær miðill !!!
Allavega, hafið það sem allra best og ég bið að heilsa öllum.
Elín Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.