Ef ég væri orðin lítil fluga.....

'I dag fór ég á þriðja flugukastnámskeiðið mitt niður í Íþróttahöll Akureyrar. Já það er nú merkilegur þjóðflokkur þessir fluguveiðimenn og nú geri ég semsagt heiðarlega tilraun til að ganga í þennan flokk manna og kvenna. Kennarinn var enginn annar en sjálfur Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður með meiru en honum er semsagt meira til lista lagt en að syngja eins og engillWhistling. Þvílík unun að horfa á hann kasta , hefur ekkert fyrir þessu. Vonandi kemur að því að maður leiki þetta eftir en það er að sjálfsögðu æfingin sem skapar meistarann. Verst hvað er erfitt að æfa sig úti á þessum árstíma en vonandi vorar snemma í ár.

 Nú er ég semsagt orðin slarkfær í grunnkastinu sjálfu, veltikastið mitt er svona þokkalegt en í dag bættist svo við dobbeltrekkið (norskusletta mikil) sem maður setur inní grunnkastið. Þá fór þetta nú fyrst að verða flókið...Þarna þurfti maður að hugsa um svo marga hluti í einu að meira segja ég af kvenþjóð komin rak í strand. En við getum sagt að ég hafi komist hálfa leið (guði sé lof að það er eitt námskeið eftir ). Skil ekki hvernig karlpeningurinn komst klakklaust í gegnum þetta, sagan segir jú að þeir geti bara hugsað um einn hlut í einuTounge.

Heilræði dagsins: Þolinmæði þrautir vinnur allar.....

_MG_7352Kíkið á svak.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

232 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband