6.2.2008 | 16:19
Allir syngja á öskudaginn....
Það er líklega hvergi eins mikil hefð fyrir öskudeginum og hér á Akureyri og það var engin breyting á því í dag.
Ynsgsti heimilismeðlimurinn virðist hafa skynjað að eitthvað lá í loftinu því hún spýttist úr rekkju sinni (og minni) kl 06:30, eitthvað sem hún gerir guðs blessunarlega ekki á hverjum degi. Eldri dóttirin ásamt 2 vinkonum eru búnar að undirbúa sig fyrir þennan stóra dag lengi. Það þurfti að sauma búning og æfa söngskrána. í ár var gervið síamsþríburar, ef þið hafið ekki heyrt um þá áður að þá er hér með bætt úr því. Allt var klárt í tíma og haldið á stað niður í bæ uppúr kl átta þs stóra sælgætissöfnunin hófst. Gengið var á milli fyrirtækja og á flestum stöðum hlustuðu menn af áhuga. Mesta spennan var þó að fara á sjónvarpsstöðina N4 og syngja í beinni. Þríbbarnir mínir voru svo heppnir að ríða þar á vaðið og sluppu við alla biðröð. En Adam var ekki lengi í paradís því þegar átti að fara horfa á dýrðina (sem er endurtekin reglulega á fyrrnefndri stöð) þegar heim var komið fengum við þær fréttir að það hefði gleymst að ýta á rec takkann. Sorry börnin góð. Það er bara að mæta aftur að ári og vona að ekki gleymist að ýta á neina takka þá. Já enginn er fullkominn, ekki einu sinni sjónvarpsstjörnurnar. En þetta var nú góður dagur samt og veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur. Það voru því sælar stúlkur sem komu heim með ca 10 kg af gotteríi og þá er bara eftir að segja gjörið svo vel.
Heilræði dagsins: Muna að bursta tennurnar......
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Athugasemdir
Halló halló,
Til hamingju með síðuna og takk fyrir myndirnar. Erum í Reykjavík, allir hressir.
Kveðja Amý og co.
Amalía Árnadóttir (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.