5.2.2008 | 13:42
Gott framtak hjúkrunarfræðingar
Heil og sæl.Heyrði á öldum ljósvakans í morgun að ungir hjúkrunarfræðingar væru að vekja athygli á lágum launum sínum og finnst mér þetta gott framtak hjá starfsystrum mínum. Ég er reyndar ekki ungur hjúkrunarfræðingur lengur en launin hafa ekki hækkað neitt sérstaklega þó árin hafi færst yfir en þau eru orðin um 20 í starfi. Það er heldur ekki námshvetjandi að fá um 6000 kr launahækkun fyrir 2ja ára sérnám að loknu hjúkrunarnámi, en þetta lagði maður nú á sig samt, auðvitað af áhuga einumsaman.En það er vonandi á Gulli verði skilingsríkur og taki málið í sínar hendur þegar honum verða afhentir launaseðlar sem hjúkrunarfræðingar eru að safna saman í dag og ætla síðan að afhenda heilbrigðisráðherranum. Ps hjúkrunarfræðingar þið getið fengið alla mína launaseðla 20 ár aftur í tímann ef það hjálpar eitthvað.....
Svo er það reykingabannið blessaða. Hvaða grín er þetta eiginlega ??? Af hverju eru menn farnir að reykja á sumum krám á nýjan leik ???? Á ekki að fara að lögum ? Nei,nei liðið segir bara að þetta séu ómöguleg lög og þá er bara allt í lagi að brjóta þau..... Hvað verður það næst ???? Ég bjó í Noregi þegar reykingabannið var sett þar. Menn máluðu skrattann á vegginn fyrir bannið og héldu að þetta yrði gjörsamlega vonlaust en viti menn svo gekk þetta bara eins og í sögu og aðsókn á þessa staði varð meiri en áður. Kannski við ættum að fá uppskriftina hjá frændum vorum Norðmönnum að farsælu reykingabanni....
Jæja en það er loksins skollin á uppstytta hér norðan heiða og um að gera að skella sér út í góðan göngutúr.
Munið líka eftir smáfuglunum, þeir eru sársvangir
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Athugasemdir
Áfram Gunna
vá eru 20 ár liðin, ertu orðin svona gömul í faginu, þetta hefur eitthvað farið framhjá mér.
Hittumst vonandi hressar á Bjargi á morgun eftir allt nammi átið
og sönginn í dag . kv Hafdis
Hafdis Björg (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.