4.2.2008 | 14:54
Bolla,bolla....
Góðan og blessaðan daginn.
Jæja þá er maður búinn að fara í ræktina og brenna bollunum fimm (eða voru þær sex) sem voru innbyrgðar um helgina. Við tökum orðið svo mikið forskot á sæluna hvað marga hluti varðar. Nú er td bolludagurinn loksins runninn upp og þá eru allir búnir að fá uppí kok af rjómabollum . Kannski endar þetta með því að við verðum búin að opna alla jólapakkana áður en aðfangadagskvöld rennur upp, nei segi svona.Þess má geta að ég gerði heiðarlega tilraun til að baka vatnsdeigsbollur. Nú til að gera langa sögu stutta þá mæli ég ekki með að setja heilhveiti í deigið.......
. Sem betur fer bauð tengdamamma allri fjölskyldunnií bollukaffi í gær svo tilraunirnar urðu ekki fleiri.. Já það eru hlutir sem jafnvel ég er ekki sköpuð til að gera....
Annars fátt í fréttum úr hjarta Norðurlands í dag. Það er sami bæjarstjórinn við völd og var í gær . Vonandi á það við þarna fyrir sunnan líka.
Það bætir ennþá á snjófargið í bænum og horfir þetta líklega til vandræða ef svona heldur áfram. Vonandi eru til nógir peningar í sjóði bæjarins til að stemma stigu við ófærðinni. En við Akureyringar(veit ekki alveg hvort ég get titlað mig sem slíkan þs ég er bara búin að búa hér síðan 1986) erum hörð af okkur og látum ekki snjóinn slá okkur út af laginu .
Jæja læt þetta nægja í bili, takið því rólega í bolluátinu í dag ef þið átuð bollur alla helgina eins og undirrituð. Svo er alltaf gott að fara í ræktina sama hvaða dagur er
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Athugasemdir
Sælar og verði þér að bollu góðu ;)
Til lukku með nýju síðuna. Þú ert orðin maður með mönnum eða á ég að segja; kona með fólki eins og blessunin hún Steinunnn Valdís hefur verið að kvetja líðinn til að spá í. Allavega, skemmtilegt framtak hjá þér.
Það er sko engin skömm að geta ekki bakað bollur Guðrún mín, eða að láta tengdamömmu sína bjarga bolludegi fjölskyldunnar. Það vill svo til að tengdamamma bjargaði okkar degi. Við fengum SENDAR BOLLUR AÐ NORÐAN alveg óumbeðið (satt). Það hlýtur því að þýða að henni tengdamömmu þyki alls ekki sjálfgefið að hver sem er geti bakað vatnsdeigsbollur og ég vil nú meina það að hún tengdamamma hafi nú ansi oft rétt fyrir sér ef ekki bara alltaf. Tengdamömmur eru æði :)
Hafðu það gott og skilaðu kveðju.
Elín Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.