Þar kom að því.....

Heil og sæl. Já haldið ykkur nú....Nú er komið að mér að gefa tjáningafrelsinu lausan tauminn.... Nei svo dramatískt verður þetta nú ekki.

Fann til mjög sterkrar löngunar að létta á mér þegar við tókum þátt í EM í handbolta nú í byrjun árs en það fékk lítinn hljómgrunn hjá tæplega 18 mánaða gamalli dóttur minni sem er með orðaforða uppá ca 10 orð . Hin börnin tvö eru í grunn- og framhaldsskóla og í vinaáskrift fram á kvöld svo lítið er á þeim að græða þegar mamma gamla þarf að rausa. Síðast en ekki síst er það minn heittelskaði sem eyðir stærstum hluta sólarhringsins í vinnunni við að bjarga geðheilsu fólks. Nei það var ekki hann sem var í spaugstofunni í gær...... Þegar hann kemur heim úr vinnunni þarf að forgangsraða að ræða brýnni málefni en td hvað við spiluðum arfailla á móti Svíum í EM í handbolta og að Svíagrýlan væri augljóslega sprelllifandi ennþá W00t. En nóg um það, allir hættir að spá í EM í handbolta þs meira að segja Norðmenn komust lengra en við, þeir sem hafa ekki verið inná handboltakortinu síðustu misseri nema ef vera skyldi í kvennhandbolta... nei nú verð ég að hætta að rausa um handbolta. Allavega til hamingju Danmörk !!! Dere spillte dritbra eins og við segjum á góðri norksu....En að allt öðru, hér norðan heiða er allt á kafi (í snjó auðvitað fyrir þá sem ekki þekkja þetta orðatiltæki). Þegar ég hafði safnað kjarki í að opna útidyrahurðina í gær eftir nokkura daga snjóbyl beið mín hálftímavinna í að skafa af jeppanum(því stærri bíll því meiri vinna að skafa og moka af bílnum,þvílík uppgötvun). Þegar bíllinn minn leit loksins dagsins ljós aumkaði ég mig að sjálfsögðu yfir nágranna minn og dróg hann og litla bílinn hans upp úr myndarlegum skafli í innkeyrslunni. Tvímælalaust góðverk dagsins Smile .
IMG_4357

Ath. myndin er tekin skömmu eftir að ég skóf af honum Errm

Jæja þetta gengur ekki, þarf að fara að sinna yngsta fjölskyldumeðlimnum sem skilur enganveginn blogg.is þörf móður sinnar. Verið góð hvort við annað. 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ !

Það er bara sniðugt hjá þér að finna þér leið í að tala ekki bara við sjálfan þig. Geðlæknirinn hefur væntanlega hvatt þig til þess he he.  

Handboltastrákarnir eru sameiginleg gjöf sem við Landinn eigum og þeir eru alltaf langflottastir og langbestir.

Dóra skrifar (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

232 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband