21.2.2012 | 17:35
Sæludagar
Ó hvílíkir sæludagar á þessum síðustu og verstu tímum !!!!
Bolludagurinn heilsaði formlega í gær en öll þjóðin var jú farin að gúffa í sig bollum löngu fyrir helgi. Lenti í rjómabollum hjá vinkonunni á föstudaginn, át bollur heima hjá mér á laugardaginn og hjá tengdó á sunnudaginn. Svo þegar sjálfur bolludagurinn rann nú loksins upp að þá var nú ekki hægt að neita sér um eina gómsæta eða jafnvel tvær.
Nú maður var rétt farinn að jafna sig eftir bolluátið þegar sprengidagurinn rann upp bjartur og fagur. Baunirnar búnar að liggja í bleyti síðan í gær og því orðnar meirar og fínar og ekta jökuldælskt saltkjöt fór beint úr kútnum í pottinn og kraumar nú ljúflega við hliðina á baununum. Ilmurinn af herlegheitunum er indæll og kemst næst angan af jólahangikjetinu. Vona bara að ég eigi afgang á morgun......
Prinsessukjóll litlu líunnar píunnar minnar hangir klár fyrir morgundaginn en hún fer nú sína fyrstu ferð niður í miðbæ til að syngja ásamt litlu spekingunum í leikskólanum hennar.
Eitthvað hefur nú öskudagsáhugi heimasætunnar dalað enda komin á þrettánda ár með vel virka hormónastarfsemi. Enginn tími til æfinga, brjálað að gera á fjésbókinni og skypinu og auðvitað í boltanum.... hef þó hlerað að hún og vinkonurnar ætli að vera kisur og syngja gulur, rauður, grænn og blár..... sel það ekki dýrara en ég keypti það....
En hvað sem söngæfingum og öskudagsbúningum líður að þá eru þetta ljúfir dagar og minna okkur á að komið er fram á seinni hluta vetrar og vorið ekki svo langt undan .... nema að það komi jafn seint og í fyrra....
Eigið ljúft sprengidagskvöld og yndislegan öskudag gott fólk .
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
268 dagar til jóla
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Tilvist Lýsis alvarlega ógnað
- Vill leyfa ketti og hunda í fjölbýli
- Mikilvægi norðurslóða hafi lengi legið fyrir
- Þyrla kölluð út vegna neyðarboðs úr bátaskúr
- Fannst rúma 50 kílómetra frá heimili sínu
- Stefna á kerfi með ríkisstyrktri fiskvinnslu
- Hart tekist á og frammíköll á þingi
- Ég vil að þú deilir alltaf staðsetningunni þinni
- Segir Ingu vega að starfsheiðri sínum
- Kort: Sjáðu hvar eldingunum sló niður í gær
Erlent
- Óþekkjanlegt frá hryllingnum sem blasti við
- Yfir þúsund drepnir á þrettán dögum
- Bandaríkjamenn segja útilokun Le Pen áhyggjuefni
- Bandarískir hermenn fundust látnir í Litháen
- Neyðarsöfnun hafin fyrir börn í Mjanmar
- Ellefu ára stúlku leitað
- Hlutabréf lækka í aðdraganda frelsisdags Trumps
- Fleiri en tvö þúsund látnir
- Fjórum bjargað úr rústum byggingar
- Ætla að sýna Adolescence í öllum skólum landsins
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.