Svartur blettur veldur usla

wpid-weight_lifting

Góðan og blessaðan daginn sem rann upp seint og um síðir bjartur og fagur eins og svo oft áður hér norðan Alpafjalla.

Eftir fótaferðatíma brunaði mín í ræktina að venju. Prógramm númer eitt varð fyrir valinu. Nú skyldi þorramatnum sem vömbin var kýld með um helgina brennt í eitt skipti fyrir öll. Dvaldi dágóða stund á skíðavélinni og var komin langleiðina uppí Hlíðarfjall þegar ég skipti yfir í stigvélina og lét mig dreyma um Súlutind. Þá voru lóðin dregin fram hvert öðru þyngra og hlaðið á stangirnar og tækin reynd eitt af öðru. Í miðju prógramminu tók ég eftir að augu ýmissa fóru að liggja á mér og hélt náttúrulega að það væri vegna minnar óþrjótandi fegurðar og útgeislunar... Wink þangað til að einn af stöðvargestunum gekk að mér og benti á nefið á sér. Ég var auðvitað með tól í eyrunum og í miðju Muse lagi og horfði á nefið á henni skilningsvana og sá svo sem ekkert athugavert við það. Ákvað því að setja Muse á hold og þá kom kaldur sannleikurinn í ljós þegar gesturinn sagði hátt og skýrt: Það er eitthvað svart á nefinu á þér W00t. Við nánari skoðun var það ekki aðeins nefið sem var svart heldur fingur flestir og fíni hvíti bolurinn minn sem minn heittelskaði keypti í Ameríkunni W00t. Ég þakkaði auðvitað gestinum fyrir upplýsingarnar og að koma í veg fyrir fleiri augnagotur og snautaði skömmustuleg að næsta vaski og þvoði af mér smurningsblettina sem mér hafði tekist að krækja í, í einhverjum tækjanna. Eftir að hafa jafnað mig á uppákomunni og staðreyndinni að þessi bölvaði svarti blettur á nefinu á mér hefði dregið augun að mér en ekki mín "óþrjótandi fegurð og dugnaður í ræktinni".....Wink, hélt ég áfram með prógrammið og gaf aðeins meira í, því betur má ef duga skal.....

Eigið góðan dag í ræktinni kæru vinir og hvar sem þið eruð Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband