17.1.2012 | 18:22
Tvöþúsund og tólf runnið upp
Heil og sæl og gleðilegt ár með þökk fyrir það gamla.
Það er víst ofnotuð lumma að segja að tíminn líði hratt en sönn engu að síður. Árið 2011 leið sannarlega fljótt og nokkuð vel. Fjölskyldan brallaði ýmislegt að venju og eins og oft áður komu veiði og fótbolti þar ríkulega við sögu.

Heimasætan sem fyllir nú orðið 12 árin upplifði toppinn á fótboltaferlinum hingað til. Hún og stöllur hennar í 5. flokki KA fóru í júní s.l á vit ævintýranna til Eyja á Pæjumót og uppskáru sannarlega vel. Í stuttu máli þá hirtu þær allar flottustu medalíurnar sem í boði voru. Heimasætan var m.a valin í Pressuliðið og efnilegast keppandi mótsins sem þó hýsir 700 stelpur og öll sterkustu lið landsins. Þetta var stór rós í hnappagatið fyrir hana enda búin að leggja mikið á sig við æfingar s.l ár.

Erum við virkilega stolt af henni. Þetta sama lið komst einnig langt á Íslandsmótinu en þar spiluðu þær úrslitaleikinn á móti Val á Hlíðarenda en þurftu reyndar að lúta í lægra haldi en glæsilegur árangur engu að síður.

Litla skruddan okkar endaði árið með því að missa tönn og stuttu síðar missti hún aðra. Semsagt talsverð útgjöld hjá tannálfinum í lok árs og eins gott að hann var ekki búinn með sjóðinn sinn. Sú stutta fullorðnaðist heilmikið við tannmissinn og skipuleggur skólagöngu sína sem hefst næsta vetur. Stóra spurningin er hvort stóra systir vilji leyfa henni að verða samferða sér í skólann næsta haust .

Það er alltaf sami brennandi áhuginn á sauðkindinni og hefur hún fengið ríkulega af þeim genum frá móður sinni. Það ríkti mikil sorg á heimilinu þegar kom í ljós að ærin okkar Prinsessa í Hnefilsdal ásamt 35 öðrum skiluðu sér ekki af fjalli síðla hausts. En ærnar fundust svo loksins 17.des inná heiði hálffenntar og klakabarðar og voru fluttar heilar heim fyrir utan eina. Þessi fundur var sannarlega jólagjöfin í ár.
Unglingurinn sem orðinn er rígfullorðinn lagði land undir fót eða réttara sagt lagði heiminn að fótum sér ásamt unnustu sinni en þau héldu á vit ævintýranna til London í gærmorgun og þaðan liggur leiðin til Tælands.

Heimför er ekki áætluð fyrr en í vor en þá verða þau búin að heimsækja þrjár heimsálfur. Þegar ég hugsa til baka finnst mér þetta svolítið skondið því ég var víst orðin fullra átján vetra þegar ég kom fyrst til Reykjavíkur. Já tíminn líður ekki bara hratt heldur breytast tímarnir líka og mennirnir með og er það vel.

Við gömlu stýrin stóðum vaktina síðasta árið. Þess á milli sinntum við börnum og búi. Eltum heimasætuna á ófá fótboltamótin sem alltaf er gaman og gefandi.

Þá gafst líka tími til stangveiði og fórum við í flottan laxveiðitúr austur á Jöklusvæðið þar sem við fengum 13 stóra og flotta laxa. Sannarlega vaxandi laxveiðsvæði það og ekki spilllir fyrir að þetta er í átthögunum.
Frúin fór einnig oft í Hörgá í sjóbleikjuveiði og kom með í soðið heim.
Svo var bara allt í einu komið nýtt ár með nýrri tölu með nýjum áskorunum og nýjum væntingum.

Vonandi komumst við vel frá því. Með þeim orðum kveð ég að sinni og óska ykkur alls hins besta á því herrans ári tvöþúsund og tólf.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.