28.4.2011 | 12:18
Vorboðinn ljúfi
Heil og sæl öll ! Ósköp er langt síðan ég kom einhverju hér á blað, veit ekki hvort mætti kalla það ritstíflu eða kannski var það bara tímaleysi sem hrjáir svo mörg okkar.
Vorboðarnir keppast um að minna á sig þessa dagana. Fyrir fáeinum dögum vaknaði ég við lóusöng og í morgun var runnaklipparinn mættur á svæðið og gerði runnana mína höfðinu styttri. Ef þetta hefði verið í þáttaröðinni Aðþrengdar eiginkonur hefði sá hinn sami eflaust verið fáklæddur, með stinna vöðva og sólbrúnni en allt sem sólbrúnt er og hefði blikkað mig ótt og títt en þessi var hinsvegar veldúðaður, bísna hvítur á hörund,með vöðva í meðallagi og gaf ekkert færi á augnsambandi enda kaldur,íslenskur raunveruleiki staðreyndin en ekki amerísk sjónvarpsefni .
En aftur að vorboðunum því þeir eru fleiri sem hafa bankað uppá. Um miðjan dag í gær heyrðust neyðaróp frá dætrum mínum úr stofunni því innum svaladyrnar hafði randafluguferlíki komið og tekið sér bólfestu í stofuglugganum. Nú voru góð ráð dýr því mikil hræðsla greip um sig. Ég hafði nú ekki kjark í að farga ræflinum þó svo ég sé alin upp í sveit og þar var dýrum fargað hvort sem manni líkaði betur eða verr en ákvað að skella glasi yfir þessa drottningu drottninganna til að róa mannskapinn og sýna að mamma gamla hefði stjórn á aðstæðum en pabbi gamli var auðvitað á vaktinni. Þá var líka hægt að virða óskapnaðinn fyrir sér. Ég reiknaði eiginlega með að kvikindið myndi gefa upp öndina innan fárra tíma og ég gæti laumað líkinu í klósettið í húmi nætur og þar með væri vandamálið úr sögunni og ég slyppi við stanslausa umferð randafluga út á palli hjá mér í sumar. En þetta plan mitt hrundi skömmu eftir að húsbóndinn kom heim. Hann hélt heilu ræðurnar um að maður ætti að vera góður við dýrin og bla,bla. Hann er nefnilega alinn upp í Mokveiðifélaginu þar sem menn veiða og sleppa löxunum og hefur greinilega yfirfært það á skordýrin líka. Hann hélt þó lengi að sér höndum og lét flikkið undir glasinu vera en strax og mín var farin til hvílu en ég er með eindæmum kvöldsvæf og það veit hann, lét til skarar skríða og veitti skollans randafluguferlíinu frelsi. Í svefnrofunum hljómaði þetta einhvernveginn svona frá dóttur minni sem er á 5.ári: " Mamma, mamma pabbi hleypti randaflugunni út.......". Svona fór um sjóferð þá og svo er bara að sjá hvort drottningin mæti undir pallinn minn og fjölgi skordýrakyninu og ef svo fer skal ég lofa ykkur að húsbóndinn verður minntur á það reglulega.
Eigið góðan dag með vorboðunum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.