5.10.2010 | 21:03
Haustkoman
Heilir og sælir góðir hálsar.
Heilsa ykkur eftir nokkurt hlé nú þegar haustið er gengið í garð með allri sinni litadýrð og að þessu sinni veðurblíðu. Ég segi veðurblíðu því að á sama tíma í fyrrra var vetur konungur búinn að kasta á okkur kveðju á sama tíma og reyndar aðeins fyrr. En svona er Ísland í dag, óútreiknanlegt hvað veður snertir og reyndar ekki bara veðurfarslega séð, mótmælin fyrir utan Alþingi gefa til kynna að ástandið í landinu er sannarlega óútreiknanlegt og óstöðugt.
Fréttatímar flytja okkur endalausar fréttir af niðurskurði.Nú á beinlínis að jarða minni heilbrigðisstofnanir út á landi í þeim tilgangi að spara. Við sem vinnum í heilbrigðisgeiranum vitum að álagið mun eingöngu færast yfir á stóru sjúkrahúsin sem eru þegar í svelti.

Þetta mun birtast í auknu vinnuálagi sem er nú þegar ærið, endalausum útkallsvöktum, útbrenndu starfsfólki sem mun að lokum gefast upp og flýja land og líklega óánægðum viðskiptavinum en það segir sig sjálft að erfitt verður að veita góða þjónustu undir þessum merkjum.
Hver er þá sparnaðurinn þegar upp er staðið ?
Það var reyndar ekki meiningin að beina orðum mínum í þessa átt en ég gat bara ekki hamið mig. En aftur að haustkomunni. Litadýrð íslenskrar náttúru skartar sínu fegursta á þessum árstíma og þá er upplagt að bregða sér af bæ með myndavélina og mynda æskuna. Æskuna sem á að vera:

Áhyggjulaus !

Örugg !


Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Athugasemdir
Vel mælt og fallegar stúlkur! Bestu kveðjur. Rósa sem dvelur fjarri Hjerastubb þessa dagana.
Rósa Jónsdóttir, 6.10.2010 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.