Slagur frændþjóða

Góðan og blessaðan daginn. Vonandi eigum við eftir að minnast hans sem dagsins sem við lögðum Norðmenn í handbolta á EM og komumst áfram í undanúrslitin. Það væri ljúft Smile.

En verkefnið er erfitt og þetta gæti verið einn erfiðasti leikur Íslands til þessa á mótinu. Norðmenn eygja enn von.

Í norskum fjölmiðlum kemur fram að Norðmenn ætli sér áfram þó svo þeir þurfi að vinna með fjögra marka mun. Þeir biðja svo Balic og Króata um hjálp þeas að Króatar leggi Danina.

Það er alltaf erfitt að þurfa að treysta á úrslit annarra leikja til að komast áfram. Hjá okkur er þetta hinsvegar einfalt: við þurfum að vinna þennan leik. Jú,jú jafntefli dugar en því að stefna á jafntefli þegar við getum unnið? Svo er nú bara komið nóg af jafnteflum og tími kominn á sigur Smile.

Samkvæmt norskum fjölmiðlum er norska liðið að skríða saman eftir tapið á móti Dönum á miðvikudag. Tvedten átti svefnlausa nótt eftir að hafa misnotað víti á lokasekúndunum og er miður sínPinch. Það hlýtur þó að vera uppörvandi fyrir hann að þjálfari hans segist myndi senda hann á vítalínuna aftur ef svipuð staða kæmi upp aftur. Við skulum þó vona að það verði ekkert slíkt í gangi á lokasekúndum leiksins í dag.

Ég er sammála Nygård að það gæti orðið markvarsla Steinar Ege sem gæti reynst okkur skeinuhætt.

Norska karlalandsliðið hefur vaxið gífurlega síðustu árin. Þegar ég bjó í Noregi á árunum 1998 til 2004 voru fáir að fylgjast með karlahandboltanum þar í landi en menn héldu ekki vatni yfir kvennboltanum enda hefur norska kvennalandsliðið í handbolta safnað medalíum um hálsinn í mörg ár.

Norðmenn eru mér kærir en í dag gleymist sá kærleikur um stundarsakir. Sannir Norðmenn segja: Megi betra liðið vinna. Æ þeir eru alltaf svo yfirmáta kurteisir þessar elskur. Ég segi hinsvegar: Áfram Ísland. Við ætlum að rústa þessum leik og senda Norsarana heim með skottið á milli fótanna .

Eigið eftirminnilegan dag Wink 


mbl.is EM: Íslendingar með eitt besta sóknarliðið og komast áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

31 dagur til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband