25.1.2010 | 13:00
Áfram Ísland
Góðan og blessaðan daginn !
Þessa dagana safnast þjóðin fyrir framan sjónvarpstækin og fylgist með strákunum sínum á EM í Austurríki.
Eftir fyrstu tvo leikina voru landsmenn fúlir því strákarnir þeirra stóðu sig ekki sem skyldi og glopruðu niður unnum leikjum.
Það birti hinsvegar upp þegar piltarnir rúlluðu yfir Danina og enduðu efstir í riðlinum. Þjóðin fyltist stolti á ný og sest því borubrött fyrir framan sjónvarpstækin á eftir til að fylgjast með strákunum sínum spreyta sig gegn Króötum.
Króatar og Íslendingar hafa aðeins mæst tvisvar sinnum áður í handbolta og höfðu þeir fyrrnefdu sigur í bæði skiptin.
Króatar hafa safnað medalíum um hálsinn síðustu árin. Þeir eru tvöfaldir Ólympíumeistarar (1996,2004), heimsmeistarar og þrefaldir silfurhafar á HM.
Það eina sem þá vantar er EM gullmedalía en þeir töpuðu fyrir Dönum í úrslitaleiknum á EM í Noregi fyrir tveimur árum. En við skulum ekki gleyma því að á góðum degi eru strákarnir okkar ósigrandi, líka á móti liði eins og Króatíu. Vonandi eigum við slíkan dag í dag.
Áfram Ísland
Leikmenn Króatíu - kynning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
Athugasemdir
Eitthvað var mér nú á í messunni hér að ofan. Íslendingar og Króatar hafa mæst fimm sinnum áður, einu sinni uppskorið sigur og einu sinni jafntefli en ósigrarnir urðu þrír.
Guðrún Una Jónsdóttir, 25.1.2010 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.