10.1.2010 | 11:19
Orðið
Góðan og blessaðan daginn og gleðilegt nýtt herrans ár og hafið þökk fyrir það liðna. Það liðna sem einkenndist af einu Orði. Sjöstafa Orði, Orði sem er ekki einu sinni íslenskt heldur bölvuð enskusletta, Orði sem hljómaði í eyrum allra Íslendinga frá morgni til kvölds alla daga liðins árs. Nei þetta er ekkert orðaspil, ekki Alias,Kollgátan eða hvað þau öll heita. Þetta var og er blákaldur veruleikinn.
Svo leið þetta skrýtna ár og maður vonaði að eitthvað nýtt orð myndi kannski klingja í eyrum okkar á því nýja þannig að við gætum lagt Orðið til hliðar og farið að tala um eitthvað annað. En það var vonin ein.
Það herrans nýja tvöþúsund og tíu hafði rétt heilsað íslenskri þjóð þegar Orðið glumdi að nýju í eyrum okkar og nú sem aldrei fyrr.Forsetinn fékk Orðið í byrjun árs og lá undir feldi með því í fimm dægur og kastaði því að lokum til þjóðarinnar og sagði þið megið ráða hvað gera skal við þetta bévítans Orð og þar við sat. Við urðum nafli alheimsins á nokkrum klukkustundum. Mörg orð voru látin falla, þau voru af öllum tegundum og gerðum, bæði góð og slæm en uppúr stóð Orðið, þetta eina og sanna sem er ekki einu sinni til í íslenskum orðabókum. Flest vildum við sjálfsagt kasta því langt út í hafsauga en það er nú hægara sagt en gert og myndi líklega valda okkur meiri ógæfu en við þegar erum í. En nú hefur þjóðin Orðið og vona ég að hún nýti nú tækifærið. Eigið góðar stundir.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.