Vellukkuð Ein með öllu á Akureyri.

Já ég held að Margrét Blöndal og co geti verið ánægð að lokinni Ein með öllu og allt undir hátíð sem haldin var um helgina. Það var margt um manninn í bænum og allt virðist hafa farið vel fram. Hef þó á tilfinningunni að fjöldi gesta hafi verið færri en oft áður. En það voru brosin sem voru talin ekki fjöldi gesta. Sparitónleikarnir voru á sínum stað í gærkveldi og tókumst með ágætum. Bryndís Ásmunds er komin í raðir okkar Norðanmanna og tilkynnti á tónleikunum að hún ætlaði aldrei suður aftur og við getum ekki verið annað en ánægð með það. Þvílíkur stuðbolti. Barnasveitin Bravó dustaði rykið af græjunum sínum og tók nokkra Bítlaslagara með dyggri aðstoð Þorgeirs Ástvalds og Ara Jóns. Palli Hjálmtýs var á sínum stað og fór á kostum eins og venjulega. Það gerði Sigga Beinteins líka sem flutti nokkrar af þekktustu perlum sínum. Mannakorn slógu botninn í tónleikana og muna líklega fífil sinn fegurri, það var leiðinlegt að sjá fjölda fólks hverfa úr brekkunni áður en tónleikunum lauk. Sá hópur missti líka af mjög áhrifaríku lokaatriði þar sem hópur fólks gekk inná völlinn, myndaði hjarta og kveikti svo á handblysum. Flugeldasýningar síðustu ára voru sannarlega ógleymanlegar en þetta atriði mun ekki síður lifa í hjörtum okkar um ókomin ár. 

Takk fyrir notalega helgi Wink 


mbl.is Allt með kyrrum kjörum á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 53573

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

219 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband