Að lokinni helgi.

Góðan og blessaðan daginn eða réttara sagt kvöldið.

Meira hvað tíminn æðir áfram, kominn 5.júlí og ein mesta ferðahelgi ársins á enda komin. Hér í hjarta Norðurlands var bærinn fullur af fólki enda fór fram svokallað N1 mót í 5.flokki pilta í fótbolta sem er eitt fjölmennasta knattspyrnumót á Íslandi. Það var svo sannarlega mikið líf og fjör á KA svæðinu þs lið hvaðanæva af landinu öttu kappi hvert við annað og foreldrarnir hvöttu sitt lið og sín afkvæmi af heilum hug.

img_2103.jpg

  Ég á því miður ekki strák á þessum aldri en fór engu að síður á völlinn til að upplifa stemninguna og styðja aðeins við bakið á KA liðunum, stóð mig meira segja að því að hvetja Völsung líka, einhvern tíma verður allt fyrst. 

Mynd: Heimasætan fagnar 2.sæti á Landsbankamóti 2009 . 

En það var ekki bara ungviðið sem sparkaði tuðrunni um þessa helgi því eldri og öllu reyndari aðilar af karlkyni öttu kappi á Þórssvæðinu á svokölluðu Pollamóti, sem er líka löngu orðið heimsfrægt. Minn heittelskaði var þar í flokki Lávarða (því eldri og reyndari, því virðulegri flokkun) með liði sem kallaði sig X-Large. Veit ekki alveg hvað nafnbótin vísar í en afrek á mótinu urðu allavega ekki stór enda var það nú varla ætlunin,  aðalatriðið er jú að vera með og hafa gaman af. Menn gáfu sig þó alla í þetta og voru að vonum þreyttir og skakkir eftir spilamennskuna en þó með bros á vörSmile.

 Það spillti heldur ekki fyrir að veðurguðirnir hafa verið í sólskinsskapi í um vikutíma núnaCool. Hitastig hefur verið um 20 gráður og sól skinið flesta daga. Merkilegt nokk að þá hefur Kári karlinn líka haft hægt um sig síðustu daga og hafgolan vinkona hans einnig Wink.

Ef spáin klikkar ekki að þá virðist þessi bíða ætla að gleðja okkur Norðlendinga áfram framyfir næstu helgi sem verður líka stór ,því þá fer fram 100. Landsmót UMFÍ hér á Akureyri.

img_1910.jpg

 

 Ef bærinn fyllist ekki þá af fólki,  að þá veit ég ekki hvað. Eins gott að fara að æfa sig í pönnukökubakstri og borðlagningu, svo ekki sé talað um dráttavélaaksturinn. Nei annars, ætli maður haldi sig ekki við tvo jafnfljóta og skokki 10 km til upplifa  aðeins af stemningunni sem verður ábyggilega mikil í þessari frábæru íþróttaveislu. 

 Mynd: Að loknu kvennahlaupi á Akureyri.

 

En þó tíminn æði áfram og veðurguðirnir ausi yfir okkur sólskini og hitagráðum að þá gengur hvorki né rekur í svokallaðri Icesave deilu. Menn karpa á þingi og utan þings. Hæst bylur í tómum tunnum og það er engin undantekning á því í þessu sambandi. Nú síðast var það Davíð Oddsson sem skreytti Morgunblaðið með orðskrúði sínu með hjálp hinnar framhleypnu Agnesar BragadótturAngry. Hann er ótrúlegur karlinn og telur sig saklausari en allt sem saklaust er. Sem betur fer er Steingrímur ennþá með munninn fyrir neðan nefið og svarar fyrir sig. Hann þyrfti hinsvegar ekkert að vera að eyða orkunni í það því Davíð er valdalaus þessa dagana.

Æ það var nú ekki meiningin að enda þennan pistil á Icesave ruglinu og verða neikvæður eftir þessa yndislegu helgi.

Vona að þið eigið notalegt sunnudagskvöld og komið heil heim að loknu helgarferðalaginu Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

219 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband