Blikur á lofti.

Góðan og blessaðan daginn, já það er víst kominn föstudagur.

Bloggleiði gerði vart við sig hjá minni. Veit ekki hvort Nóra gamla fór uppí haus líka því andleysið hefur verið algert, allavega þegar sest var framan við tölvuskjáinn.

Það eru blikur á lofti í heilbrigðismálum Íslendinga eins og þjóð veit. Það segir sig líklega sjálft ef spara á milljarða í heilbrigðiskerfinu að þá er ekki nóg að spara nokkrar sprautur og nálar. Ákveðið hefur verið að sameina sjúkrastofnanir víða um land m.a hér norðan heiða. Auðvitað hlýtur það að teljast afturför en ef þetta sparar milljónir og milljarða að þá verðum við að reyna að lifa með því.  Kannski verður þetta líka til einhvers góðs þó svo við eigum erfitt með að koma auga á það í hita augnabliksins. Það versta sem gæti gerst væri að þjónusta til skjólstæðinga okkar myndi skerðast verulega og að starfsfólk myndi missa atvinnuna. Þessi mál eru nú ekki komin svo langt í kerfinu ennþá að það sé fyrirsjáanlegt en mér finnst líklegt að þjónusta við sjúklinga komi til með að skerðast eitthvað. Það sem er kannski virkilega ámælisvert er hvernig háttvirtur heilbrigðisráðherra bar þetta á borð fyrir þá sem áttu hlut að máli. Hann boðaði beint til blaðamannfundar í stað þess að kynna þetta inná heilbrgðistofnunum fyrst . Hann hefur náttúrulega viljað halda blaðamannafund eins og kollegi hann Geir, gat ekki verið minni maður. Nei ég segi svonaTounge

Það eru líka blikur á lofti í Framsóknaflokknum og þeim sem sögðu sig úr Framsóknaflokknum. Bjarni Harðar  ætlar víst að stofna nýjan flokk  og er ekkert nema gott um það að segja.  Hann lærir bara vonandi betur á póstforritið áður en hann fer að senda einhver nafnlaus skammarbréf til fjölmiðla. Svo er Framsóknarflokkurinn að reyna að finna ný gildi fyrir flokkinn og það verður  spennandi að sjá hvað kemur útúr því og að sjá hver verður leiðtogi þeirra. Aldrei að vita nema x-ið falli á B-ið hjá manni í næstu kosningum. Maður er náttúrulega af Framsóknamönnum kominn svo sú sókn blundar í manni ,því er ekki að neita.

Það eru hinsvegar litlar blikur á lofti á Gaza nema ef vera skyldi af sprengjum Ísraelsmanna. Þar heldur slátrunin á saklausu fóki áfram. Börn finnast illa á sig komin liggjandi hjá látnum mæðrum sínum sem fallið hafa fyrir óvinahendi Ísraela. Fjöldi barna eru fallin. Heilbrigðisstarfsfólk stofnar eigin lífi í hættu við að reyna að bjarga fórnarlömbum þessarar geðveiki við vonlausar aðstæður. Nei má ég nú heldur biðja um kreppu. Þvílíkt ógeð. Ég tek undir orð Dr Gunna í Bakþönkum Fréttablaðsins í gær ; eins og mannskepnan getur verið frábær.......-er hún algjörlega ömurleg líka.Handónýt og vonlaus dýrategund.  Norskir læknar á Gaza hafa verið duglegir að upplýsa hinn vestræna heim um viðbjóðinn sem þarna fer fram og starf þeirra er óeigingjarnt svo ekkki sé meira sagt. 

Þetta var allt í dag. Framundan er vinnuhelgi. Munið að klæða ykkur vel því það er spáð fimbulkulda. Mínus 25 gráður á þriðjudag ef spáin gengur eftir. Svo er norðan fjúk um helgina. Nú er gott að eiga dýru dúnúlpuna sem ég ætlað ekki að tíma að láta eftir mér í jólagjöf. Já jafnvel þó svo loðkraginn sé kominn frá illafelldum dýrum í Kína........ Góða helgi Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 53519

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

236 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband