Veislunni lokið....

Góðan dag landar góðir.  

Margt hefur gerst í fjármálaheiminum s.l sólarhring. Margt hefur verið sagt en mörgum spurningum er ennþá ósvarað. Bankarnir leggja upp laupana hver af öðrum, nú síðast Landsbankinn, banki allra landsmanna. Kaupþing hefur fengið lán frá Seðlabankanum en óvíst er að það dugi til að rétta hann af. Rússar hafa komið til hjálpar og hent einhverjum hundruð milljörðum í söfnunarkassa merktum: Björgum íslenskri þjóð...... Við verðum að muna þennan vinagreiða í næstu EurovisionWink.....

Nú er að hefjast blaðamannafundur í beinni og bíða sjálfsagt margir spenntir. Geir segir ekki mikla speki á þessum fundi og ekkert sem ég var ekki búin að heyra áður eða lesa á netmiðlum. Viðskiptaráðherra stígur nú loksins í pontu. Hef furðað mig á því hversu lítið áberandi hann hefur verið í þessu öllu saman.

 Geir karlinum var líkt við  Boss Nass fígúru úr Star Wars í 24 stundum í dag. Þeir höfðu sama brosið og og eru báðir þekktir fyrir aðgerðaleysi þegar mikil ógn steðjar að. Sel það ekki dýrara en ég keypti þaðWoundering

Vonandi er Ríkisstjórnin að gera rétt en eitt er víst gott fólk að veislunni er lokið. Þá er bara að byrja að taka til eftir gestina......Frown

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 53574

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

219 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband