Svona eru jólin

Góðan og blessaðan jóladag kæru vinir og ættingjar.

Fjölskyldan átti yndislegt kvöld í gær ásamt ömmu og afa og frændanum góða sem kom frá Ítalíu.

Litla stýrið var auðvitað orðin yfir sig spennt og eyddi síðustu orkunni í að rífa ekki aðeins upp sína pakka heldur bauð fram dygga aðstoð í að opna alla hina pakkana líkaWink. Þessi prósess tók nú reyndar einhverja þrjá klukkutíma svo þá var nú allur vindur úr minni og hún sofnaði svefni hinna réttlátu áður en klukkan sló miðnættiSleeping.

Vaknaði svo úthvíld í morgun til að kíkja í stígvélið sitt sem ennþá stóð í glugganum og fór í nokkurra mínútna þrjóskukast Angryþegar ég minnti hana á að síðasti jólasveinninn hefði komið til byggða í gær. En guði sé lof að þá ákvað hún að hvíla sig tvo tíma í viðbót Sleepingsvo restin af fjölskyldunni gæti hvílt sig áfram því það var auðvitað farið frekar seint í háttinn eins og verða vill á blessuðum jólunum.

Jólahangikjetið var á sínum stað í hádeginum og eins og faðir minn karlinn segir oft að þá held ég að það hafi sjaldan verið betra enda af jökuldælskum sauðum og taðreykt í heiðardalnum sjálfumTounge. 

Nú eftir kjétátið klæddi mannskapurinn sig í útifötin og lagðist í snjómokstur mikinn. Það eru jú hvít jól í meira lagi hér norðan heiða ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum landsmanna. Fyrir barðinu á skóflunum varð snjófjallið ógurlega sem reis hér fyrir sunnan hús í síðasta snjómokstri af bílastæðinu. Búin voru til neðanjarðargöng og rennibraut og ungir og aldnir brunuðu síðan niður á snjóþöturössunum með bros á vörSmile.Þessa stundina er síðan smá afslöppun. Sveppi krull hljómar í eyrunum eins og svo oft áður en heimasætan og litli orkuboltinn  sitja og horfa á þennan snilling leika listir sínar í leiksýningunni Algjör sveppi, dagur í lífi stráks sem kom í einum af pökkunum. Af loftinu heyrast ómur af yndislegum jólalögum Sigurðar GuðmundssonarWhistling en þar situr bóndinn fyrir framan tölvuna og heilsar upp á fjésbókarvini sína. Semsagt allt eins og það á að vera á blessuðum jólunum.

Kæru vinir og ættingjar, vona að þið hafið það sem allra best yfir hátíðina sem og alltaf og óska ykkur gleðilegra jólaHeart. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 53476

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

252 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband